Þrálát meiðsli gera Arnóri erfitt fyrir í Englandi: Landsliðsverkefni í hættu Aron Guðmundsson skrifar 26. júlí 2023 15:45 Arnór Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins og Blackburn Rovers á Englandi Vísir/Getty Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, Arnór Sigurðsson leikmaður enska liðsins Blackburn Rovers verður frá næstu átta vikurnar vegna þrálátra meiðsla á nára. Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira
Frá þessu er greint á vef Lancs Live sem sérhæfir sig, meðal annars, í fréttum af Blackburn Rovers. Arnór hefur, frá því fyrir síðasta landsliðsverkefni íslenska karlalandsliðsins um miðbik júnímánaðar, verið að glíma við meiðsli í nára. Þau héldu honum frá þátttöku í tveimur leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM 2024 gegn Slóvakíu og Portúgal hér heima. Síðan þá hefur Arnór samið við enska B-deildar liðið Blackburn Rovers og var hann farinn að æfa með liðinu á undirbúningstímabilinu þegar að meiðslin tóku að ágerast aftur. Arnór hefur enn ekki leikið leik fyrir Blackburn á undirbúningstímabilinu og séu nýjustu fréttir á rökum reistar er ljóst að hann mun ekki geta verið til taks í fyrstu leikjum liðsins á komandi tímabili. Þá verður að teljast afar ólíklegt að Arnór verði til taks í næsta landsliðsverkefni íslenska landsliðsins, tveimur leikjum í undankeppni EM í september. Blackburn Rovers lék æfingaleik gegn Fleetwood Town fyrir síðustu helgi og eftir leik var Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn spurður út í stöðuna á Arnóri sem og Jack Vale, sem er einnig frá vegna meiðsla. „Arnór og Jack snúa ekki aftur á næstunni,“ var svar Jon Dahl. Arnór Sigurðsson er með samning við rússneska liðið CSKA Moskvu en vegna innrásar Rússa í Úkraínu innleiddi Alþjóðaknattspyrnusambandið (FIFA) nýtt úrræði sem gerði erlendum leikmönnum á mála hjá rússneskum og úkraínskum félagsliðum að losa sig tímabundið undan samningum sínum. Íslendingurinn knái hélt því til IFK Norrköping á láni til í júlí á síðasta ári þar sem að hann fann fjöl sína og vakti áhuga hjá Blackburn Rovers. Samningur Arnórs við CSKA Moskvu rennur út næsta sumar og því nokkuð ljóst að hann mun ekki snúa aftur til Rússlands. Hann mun því leikja hjá Blackburn Rovers á komandi tímabili
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Hákon Arnar og félagar náðu í óvænt stig gegn Evrópumeisturunum Fótbolti Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Handbolti Fleiri fréttir „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Sjá meira