Neytendastofa slær aftur á hendur Nýju vínbúðarinnar Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2023 14:35 Sverrir Einar Eiríksson rekur Nýju vínbúðina. Vísir Neytendastofa hefur sektað Nýju vínbúðina um 750 þúsund krónur fyrir að brjóta gegn ákvörðun stofnunarinnar. Rekstraraðili verslunarinnar brást ekki við fyrri tilmælum um að gera breytingar á vefsíðu sinni sem Neytendastofa taldi veita villandi upplýsingar um verð og framboð. Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu. Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Snemma á þessu ári komst stofnunin að þeirri niðurstöðu að framsetning verðupplýsinga á vefsíðu Nýju vínbúðarinnar væri til þess fallin að neytendur teldu að þeir væru að kaupa vörur á tilboðsverði. Neytendastofa segir að með framsetningu verðupplýsinga og með því að tilgreina ekki hvað sé átt við með fullyrðingunni „allt að 40% ódýrara“ hafi rekstraraðili Nýju Vínbúðarinnar veitt villandi upplýsingar um verð og annað verðhagræði auk þess sem fullyrðingin var ekki sönnuð. Þetta kemur fram á vef Neytendastofu. Að mati eftirlitsstofnunarinnar braut rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar einnig gegn ákvæðum laga með því að auglýsa takmarkað magn, án þess að tiltaka hvaða vörur það eigi við um eða hve mikið magn sé í boði. Bannaði Neytendastofa í febrúar rekstraraðila Nýju vínbúðarinnar að viðhafa þessa viðskiptahætti og kallaði eftir úrbótum. Gætu þurft að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir Að sögn Neytendastofu var vefsíðu Nýju vínbúðarinnar ekki breytt til að fara að ákvörðun stofnunarinnar sem birt var í febrúar. Í ljósi þessa hefur stofnunin lagt 750 þúsund króna stjórnvaldssekt á rekstraraðila netverslunarinnar. Ef ekki verður búið að gera viðeigandi breytingar innan fjórtán daga frá því að ákvörðunin er dagsett er fyrirtækinu gert að greiða 100 þúsund krónur í dagsektir þar til farið hefur verið að ákvörðun Neytendastofu.
Neytendur Áfengi og tóbak Verslun Tengdar fréttir Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52 Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Sjá meira
Brutu lög með auglýsingu um „allt að 40% ódýrara“ áfengi Rekstraraðili Nýju vínbúðarinnar braut lög með auglýsingum á heimasíðu sinni með fullyrðingum um „allt að 40% ódýrara“ vín, án þess að taka fram um við hvað væri átt. 23. febrúar 2023 09:52
Úrskurða gegn Nýju Vínbúðinni vegna Jólabjóradagatals Neytendastofa hefur úrskurðað Nýju Vínbúðina brotlega vegna jólabjóradagatals. Brotin lúta að skorti á upplýsingum á heimasíðu verslunarinnar og að hún hafi veitt rangar upplýsingar um réttindi neytenda þegar kemur að fjarsölu. 24. apríl 2023 16:53