Frussuskemmtileg ræma um þekktasta dúkkumerki veraldar Íris Hauksdóttir skrifar 27. júlí 2023 10:47 Tómas Valgeirsson rýnir í Barbie. Kvikmyndarýnirinn, blaðamaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Tómas Valgeirsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum. Hann sér nær allar myndir sem rata á hvíta tjaldið og deilir skoðunum sínum með áhugasömum hlustendum og lesendum. Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Það var því ekki úr vegi að spyrja Tómas, hvernig honum hafi fundist heitasta myndin um þessar mundir en hann mætti eins og svo margir á frumsýningu Barbie nú fyrir skömmu. „Persónulega met ég góðar gamanmyndir út frá hlutfalli þeirra skipta þar sem ég skelli upp úr eða glotti. Flóknara er það varla, en eftir Barbie varð mér raunverulega illt í andlitinu. Ég hló eins og bavíani og er satt að segja hissa yfir hversu vel tókst til með að gera svona hnyttna, skarpa, hugmyndaríka, furðulega fallega og frussuskemmtilega ræmu um þekktasta dúkkumerki veraldar. Kvikmyndin Barbie nýtur gríðarlegra vinsælda um þessar mundir. IMDB Þetta er ofar öllu frábær ádeila, yndislega existentialísk og feminísk saga þar sem handritið hræðist þess heldur ekki að skjóta föstum skotum á neysluhyggju og kynjamyndir raunheimsins. Þó er líka undirliggjandi þroskasaga um sjálfsuppgötvun. Listilega leikin og flippuð í þokkabót og má lengi telja upp hvern senuþjófinn á fætur öðrum. Barbie er absólút dásemd. Ég bjóst við góðri skemmtun, enda Greta Gerwig frábær leikstjóri og penni, en undir lokin var ég farinn að fella fáein tár og ekki bara yfir húmornunum. Þetta er grínlaust með ferskari og skemmtilegri Hollywood myndum sem hafa komið út á síðustu misserum. Mynd sem hefur aflið til að bæði sameina heilu kynslóðirnar og fæla frá hina óöruggustu karlpunga sem munu lengi vel misskilja boðskap sögunnar. Tómas segir þetta augnablikið þegar Barbie myndin breyttist frá því að vera kvikmynd yfir í að verða listaverk.aðsend Textaþýðandi myndarinnar á einnig alla virðingu skilið fyrir glæsilega þýðingu á vissum lögum og ekki síður frasann 'að flóa sér.'“ Áhugasamir geta hlustað meira á Tómas hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira