Allt í hnút í spænskum stjórnmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 29. júlí 2023 12:33 Alberto Nuñez Feijoo, formaður Lýðflokksins fagnar kosningasigri flokksins um síðustu helgi. Gleðin var skammvinn þegar í ljós kom að Lýðflokknum og öfgahægriflokknum VOX mistókst að ná tilskildum fjölda þingsæta til að mynda ríkisstjórn og litlir flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þverneita að styðja stjórn með VOX innanborðs. Marcos del Mazo/Getty Images Engin ríkisstjórn er enn í kortunum á Spáni. Sá flokkur sem vann stærsta kosningasigurinn í þingkosningunum um síðustu helgi á þó litla sem enga möguleika á að mynda ríkisstjórn. Og það stjórnarmynstur sem helst blasir við sósíalistum gæti orðið flokknum dýrkeypt. Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum. Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira
Það má með sanni segja að hún sé skrýtin tík, pólitíkin. Þegar litið er til spænskra stjórnmála sléttri viku eftir þingkosningarnar má segja að allt sé á hvolfi. Lýðflokkurinn vann en getur samt ekki myndað stjórn Lýðflokkurinn var ótvíræður sigurvegari kosninganna, hann jók fylgi sitt um tólf prósentustig og fór úr 89 þingmönnum í 136, hann bætti við sig 47 þingmönnum. Engu að síður horfir formaður flokksins Alberto Feijóo nú niður í hyldýpi vonleysis um að mynda ríkisstjórn að loknum kosningum. Þegar þar við bætist að Lýðflokkurinn leiðir meirihluta í tólf sjálfsstjórnarhéruðum Spánar af sautján og vermir borgarstjórastól allra stærstu borga Spánar nema Barcelona, þá er eðlilegt að menn spyrji sig: Hvernig getur staðið á þessu? Og svarið er hreinlega: Öfgahægriflokkurinn VOX. Það er í það minnsta niðurstaða fréttaskýrenda dagblaðsins El Mundo sem þó er leynt og ljóst málgagn hægri manna á Spáni. Ráðamenn Lýðflokksins bera enn fullt traust til Feijóo Blaðið segir að innsti hringur Lýðflokksins sé þeirrar skoðunar að hræðsluherferð vinstri flokkanna við hægri stjórn með öfgahægriflokkinn VOX innanborðs hafi einfaldlega borið árangur. Sömuleiðis sé ljóst að mörgum stuðningsmönnum Lýðflokksins hugnist alls ekki samstarf við VOX. Þá hafa flokkar aðskilnaðarsinna í Baskalandi og Katalóníu þvertekið fyrir að styðja ríkisstjórn með VOX innanborðs. Engin ástæða sé þó enn til að afskrifa Feijóo, honum hafi á einungis fimmtán mánuðum tekist að koma flokknum úr erfiðri stöðu og gera hann aftur að stærsta flokki Spánar. Hann eigi nú að leiða stjórnarandstöðuna, vera mun grimmari við VOX-liða og þannig freista þess að vinna tilbaka stuðningsmenn VOX sem flestir eru fyrrverandi stuðningsmenn Lýðflokksins. Áframhaldandi samsteypustjórn til vinstri enn líklegust Líklegasta stjórnarmynstrið nú er áframhaldandi samsteypustjórn Sósíalista og vinstra bandalagsins Sumar, með stuðningi aðskilnaðarsinna Baska og Katalóna sem þrýsta á að hefja formlegar viðræður. Það gæti þó orðið eitrað epli fyrir Pedro Sanchez, leiðtoga sósíalista; annars vegar eru nú þegar komnar sprungur í kosningabandalag vinstri flokkanna og hins vegar gæti eftirlátssemi við aðskilnaðarsinna í Katalóníu hreinlega leitt til mikillar fylgisaukningar við báða hægri flokkana, Lýðflokkinn og VOX. Svo má ekki gleyma því að Feijóo hefur ekki lokað á þann möguleika að vinna þvert yfir miðjuna með Sánchez og sósíalistaflokknum.
Spánn Kosningar á Spáni Tengdar fréttir Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47 Mest lesið Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Innlent Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Erlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Erlent Brynjólfur Bjarnason er látinn Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Erlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Fleiri fréttir Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Sjá meira
Stjórnarkreppa að loknum kosningum á Spáni Stjórnarkreppa blasir við á Spáni eftir að hvorugri blokkinni til hægri og vinstri í spænskum stjórnmálum tókst að vinna hreinan meirihluta á spænska þinginu í kosningum sem fram fóru í gær. 24. júlí 2023 19:47