Glæpahópar þegar farnir að nota gervigreind Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. júlí 2023 21:01 Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Vísir/Steingrímur Dúi Forstjóri Interpol segir alþjóðleg glæpasamtök þegar farin að nota gervigreind í starfsemi sinni. Netglæpir séu sífellt stærra vandamál og enn brýnna en ella að löggæsluyfirvöld taki höndum saman. Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“ Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Forstjóri Interpol er á ferð um heiminn til að heimsækja aðildarstofnanir Interpol. Hefð er fyrir því að forstjórar heimsæki löggæsluyfirvöld aðildarríkja áður en þeir láta af störfum, sem hann mun gera á næsta ári. Þá vill svo til að Interpol á hundrað ára afmæli á árinu og því enn brýnna að efla tengslin. „Stofnað árið 1923 í Vín vegna þeirrar reynslu að glæpamenn færðu út kvíarnar á alþjóðavettvangi, reyndu að fara huldu höfði, reyndu að flýja og það krafðist þess að löggæslustofnanir ynnu betur saman. Nú, 100 árum síðar, er þetta viðfangsefni enn stærra,“ segir Jürgen Stock, forstjóri Interpol. Þar leiki netglæpir stórt hlutverk. „Næsta áskorun sem heimurinn mun standa frammi fyrir verður gervigreind og glæpamennirnir eru þegar komnir þangað. Metaverse og öll sú umræða sem á sér nú þegar stað. Ég tala af reynslu þegar ég segi að glæpamennirnir eru þegar byrjaðir að nýta sér þessa nýju tækni í glæpsamlegum tilgangi.“ Sama hversu miklar vegalengdir skilji lönd að takist löggæsluyfirvöld á við svipuð vandamál. „Það er auðvitað munur á stærðarhlutföllum en vandamálin í kringum netglæpi, til dæmis, skipulagða glæpastarfsemi á milli landa, smygl á fólki, mansal, umhverfisglæpi, þetta eru allt hnattræn fyrirbæri. Ekkert land er laust við áhrifin en það er auðvitað mikilvægt að taka fram að ekkert ríki getur barist gegn þessum fyrirbærum eitt síns liðs.“
Lögreglumál Gervigreind Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira