Gegedosh er 30 ára gamall framherji sem spilað hefur í efstu tveimur deildunum í Úkraínu ásamt því að hafa spilað fyrir Puyinik í Armeníu og nú síðast fyrir St. Luciu á Möltu. Hann skoraði eitt mark og gaf sex stoðsendingar fyrir liðið á liðnu tímabili en St. Lucia endaði í 12. sæti af 14 liðum og bjargaði sæti sínu í efstu deild með sigri í umspili. Í þeim leik skoraði Gegedosh og lagði upp.
Keflvíkingum veitir ekki af styrk fyrir komandi átök en eins og áður segir situr liðið á botni deildarinnar og það sem helst hefur vantað lengst af eru mörk hjá liðinu. Þó hefur liðið skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum en stigin láta enn á sér standa en Keflvíkingar hafa gert flest jafntefli í deildinni eða sjö talsins.
Næsti leikur liðsins er gegn FH á mánudaginn næsta kl. 19:15 en ekki er vitað hvort leikmaðurinn nái að vera með í þeim leik en hann er kominn með leikheimild með félaginu. Leikurinn er á HS orku vellinum í Keflavík og verður í beinni útsendingu á Bestu deildar rás Stöðvar 2 Sport.