Þetta segir um veðurhorfur á landinu í dag á vef Veðurstofunnar.
Víðast hvar verða þrír til tíu metrar á sekúndu en við suðausturströndina verða það átta til þrettán metrar á sekúndu. Heldur bjart og hlýtt og svalast við norður- og austurströndina.
Á morgun verður hægari vindur en nokkuð svipað veður og í dag.
Áfram hlýtt veður næstu daga
Svona verða veðurhorfurnar á landinu næstu daga:
Á mánudag og þriðjudag: Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Skýjað að mestu og dálítil væta á stöku stað, en bjart með köflum og þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Hiti átta til sautján stig, hlýjast um landið suðvestanvert.
Á miðvikudag og fimmtudag: Hæg breytileg átt. Allvíða bjart með köflum og líkur á stöku skúrum en þokulofti með austurströndinni. Hiti sjö til sextán stig, mildast á Suðurlandi.
Á föstudag: Vestlæg átt og skýjað en úrkomulítið. Hiti átta til sextán stig.