Enski boltinn

Maximin með til­finninga­þrungna yfir­lýsingu á sam­fé­lags­miðlum

Jón Már Ferro skrifar
Allan Saint-Maximin verður sárt saknað úr ensku úrvalsdeilinni enda hefur hann verið einn allra mesti skemmtikraftur deildarinnar undanfarin ár.
Allan Saint-Maximin verður sárt saknað úr ensku úrvalsdeilinni enda hefur hann verið einn allra mesti skemmtikraftur deildarinnar undanfarin ár. vísir/getty

Allan Saint-Maximin kveður Newcastle eftir fjögur ár hjá félaginu. Hann gengur nú til liðs við Al-Ahli í Sádí-Arabíu.

Saint-Maximin gaf út tilfinningaþrungna yfirlýsingu á samfélagsmiðlum dag. Hann fer meðal annars yfir það að oftar en einu sinni hafi hann fengið boð um að fara frá félaginu en hafi alltaf viljað vera áfram vegna þess hversu mikið hann elski félagið.

Maximin segir að ekki sé hægt að lýsa því með orðum hve erfitt sé að kveðja Newcastle. Jafnframt segir hann að honum hafi verið slétt sama um eigin tölfræði svo lengi sem hann hjálpaði liðinu.

Þrátt fyrir yfirlýsingu Maximin eru margir sem skilja ekki ákvörðun hans. Sérstaklega vegna þess að hann er á besta aldri fyrir fótboltamann. Að margra mati ætti svona góður fótboltamaður ekki að yfirgefa bestu deild í heimi. Staðreyndin er hinsvegar sú að himinhá laun fótboltamanna í Sádi-Arabíu hafa nú þegar og munu halda áfram að lokka til sín bestu fótboltamenn heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×