Horfði á mörkin sín og komst svo á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 31. júlí 2023 08:00 Sophie Román Haug með boltann eftir að hafa skorað þrennuna gegn Filippseyjum. Getty/Hannah Peters Norska landsliðskonan Sophie Román Haug varð í gær ein af markahæstu leikmönnum HM í fótbolta í Eyjaálfu þegar hún skoraði þrennuna sína í 6-0 sigrinum gegn Filippseyjum, sem kom Noregi áfram í 16-liða úrslit. Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira
Haug skoraði mörkin eftir að hafa horft á mörkin sem hún hafði áður skorað fyrir norska landsliðið í stjórnartíð Hege Riise. Hún hefur núna skorað meira en þriðjung marka Noregs undir stjórn Riise, eða 8 af 23 mörkum, og var því áberandi í sérstöku hvatningarmyndbandi sem leikmenn horfðu á fyrir leikinn í gær. „Þetta var gott myndband sem við fengum að sjá. Við fengum að sjá klippur af því sem við höfum gert áður, og eftir svona innblástursmyndband gátum við tekið með okkur orkuna og góða tilfinningu frá fyrri leikjum,“ sagði Haug við Nettavisen. Noregur hafði ekki skorað eitt einasta mark í fyrstu tveimur leikjunum á HM, í 1-0 tapinu gegn Nýja-Sjálandi og jafnteflinu við Sviss. „Við horfðum á mörk sem við höfum skorað til að sjá bókstaflega hvað við getum og styrkja trúna á að við gætum þetta. Við töluðum um að fyrsta markið gæti haft „tómatsósuáhrif“ því við höfðum skapað færi í öllum leikjum. Þetta fór eins og við vonuðumst til,“ sagði Haug. 4 - Sophie Haug became the fourth Norwegian player to score a hat-trick at the FIFA Women's World Cup. Indeed, it also featured the quickest brace scored by a Norwegian player from the start of a match in the competition (second goal in the 17th minute). Lethal. #FIFAWWC pic.twitter.com/YXmeJGPDrK— OptaJoe (@OptaJoe) July 30, 2023 Haug, sem er 24 ára framherji Roma, hafði skorað fimm mörk í fyrstu níu A-landsleikjum sínum fyrir leikinn í gær. Það gerir 0,56 mörk í leik eða nákvæmlega sama hlutfall og hjá Ödu Hegerberg, stjörnuframherja Noregs, sem skorað hefur 43 mörk í 77 A-landsleikjum. Eftir þrennuna í gær er Haug hins vegar með 0,8 mörk að meðaltali í leik, og ef horft er til spilaðra mínútna hefur hún skorað á 70 mínútna fresti fyrir Noreg. Hún varð í gær ein fjögurra leikmanna sem þá voru markahæstir á HM með þrjú mörk hver, og getur bætt við mörkum í útsláttarkeppninni. Hin japanska Hinata Miyazawa var hins vegar rétt í þessu að komast í efsta sæti markalistans, með fjögur mörk, eftir tvennu í fyrri hálfleik gegn Spáni.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Sjá meira