Enski boltinn

United gerir nýjan risasamning við Adidas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Marcus Rashford í búningi Adidas.
Marcus Rashford í búningi Adidas. getty/Candice Ward

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United hefur gert nýjan og sannkallaðan risasamning við þýska íþróttavörurisann Adidas.

Samningurinn er til tíu ára og er níu hundruð milljóna punda virði. Samningurinn sem er núna í gildi er 750 milljóna punda virði.

United byrjaði að spila í Adidas 2015 en félagið hafði áður verið með samning við þýska fyrirtækið á árunum 1980-1992.

Talið er að nýi samningurinn milli United og Adidas verði sá stærsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

United tapaði fyrir Borussia Dortmund, 2-3, í æfingaleik í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×