Vitni lýsir dómsdagskenndu ástandi í kjölfar sprengingarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2023 16:40 Mahir segist þegar hafa verið við sjö útfarir eftir sprenginguna. AP Að minnsta kosti 45 eru látnir og fimmtán alvarlega særðir eftir sjálfsvígssprengingu á fundi Islam-flokks í bænum Khar í Pakistan í gær. Vitni lýsir ástandinu sem dómsdagskenndu. „Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni. Pakistan Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira
„Manneskja sem stóð við hliðina á mér lést. Önnur særðist,“ segir skipuleggjandi fundarins, Imram Mahir. Þetta var hávær sprenging. Í byrjun hélt ég að um vandamál í hljóðkerfinu ræddi. Ég er með suð í eyrunum og mér er enn þá illt í hausnum,“ segir hann í samtali við BBC. Nokkur hundruð manns höfðu safnast saman í Kahr, nálægt landamærum Pakistan og Afganistan, á fund hjá flokknum Jamiat Ulema-e-Islam-Fazl í aðdraganda kosninga, sem fyrirhugaðar eru seinna á árinu. Flokkurinn hefur áður sætt gagnrýni fyrir öfgafulla stefnu. Mahir sat uppi á sviði þegar sprengingin átti sér stað. „Ég sá þau slösuðu og þau látnu allt um kring. Þetta var mjög slæmt ástand, eins og dómsdagur væri runninn upp. Skömmu síðar var mikil skelfing meðal fólks, það var mikil óreiða, fólk hlaupandi alls staðar,“ segir hann. Sjónum beint að íslamska ríkinu Pakistönsk yfirvöld segja líklegt að tala látinna muni hækka enn meira vegna þess hve margir eru alvarlega særðir. Shehbaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan, segir gerendur árásarinnar hryðjuverkamenn sem „hafa beint skotum sínum að þeim sem tala fyrir Íslam, Kóraninn og Pakistan“. Hann segir þá standa frammi fyrir „alvöru refsingu“. Enn hefur ekki verið staðfest hverjir liggi að baki árásinni en íslamska ríkið liggur sterklega undir grun. Það hefur þegar staðfest aðild að nokkrum árásum í Bajaur-umdæmi Pakistan og greindi nýlega frá því að skotum þeirra væri nú beint að flokknum sem um ræðir. Talíbanar í Pakistan hafa fordæmt árásina og neitað allri aðild að henni.
Pakistan Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Sjá meira