Dipló Gummi leysti deiluna með óvæntu útspili Sindri Sverrisson skrifar 1. ágúst 2023 11:31 Sérfræðingarnir voru ekki sammála um hver hefði verið bestur í sigri Víkinga á ÍBV. Stöð 2 Sport „Það er ósætti í þættinum, og búið að vera í allan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson sposkur á svip í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld, þegar kom að því að tilkynna um mann leiksins í stórsigri Víkings gegn ÍBV. Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira
Sérfræðingar Guðmundar, þeir Albert Brynjar Ingason og Lárus Orri Sigurðsson, voru að vanda í góðum gír en síður en svo alltaf sammála. Albert var harður á því að Pablo Punyed hefði verið bestur, í 6-0 sigri Víkinga, og hafði látið útbúa sérstaka Pablo-klippu úr leiknum máli sínu til stuðnings. Lárus vildi hins vegar velja Færeyinginn Gunnar Vatnhamar og var ekki síður sannfærður um sitt val. En Guðmundur dó ekki ráðalaus. „Þegar að stefnir í slagsmál í þættinum þá hef ég oddaatkvæði,“ sagði Guðmundur sem kom með óvænt útspil eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Klippa: Stúkan: Deilt um mann leiksins í sigri Víkings „Ef ég sé Pablo fuðra upp Guðmundur…“ sagði Albert, hræddur um að Guðmundur myndi velja Gunnar. „Eru einhver fjölskyldutengsl í gangi hérna?“ spurði Lárus og óttaðist að Guðmundur myndi fara eftir því sem Albert mágur hans lagði til. Guðmundur gerði hins vegar hvorugt. „Ég er diplómatískur maður. Ég vil leysa mál. Og fyrir mér er það Vestfirðingurinn Matti Villa [sem er maður leiksins]. Þeir fuðra báðir upp og að sjálfsögðu er Matti Villa maður leiksins. Skoraði eitt og lagði upp tvö. Allt í öllu og spilaði allar stöðurnar. Matti fær þetta,“ sagði Guðmundur. Lárus og Albert sættu sig svo sem við það en Albert skaut þó á Guðmund: „Þegar þú kemur heim geturðu farið í tímaflakkið og skoðað klippuna sem ég setti inn með Pablo.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stúkan Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Dagskráin í dag: Skagamenn geta stigið stórt skref í átt að Bónus-deildinni Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Fleiri fréttir Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Sjá meira