Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman Samúel Karl Ólason skrifar 1. ágúst 2023 13:26 Frá mótmælum í Níger en þau hafa að miklu leyti snúist um Frakkland. AP/Sam Mednick Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar. Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni. Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Yfirvöld í Frakklandi hafa ákveðið að flytja franska borgara og aðra Evrópubúa frá Níger. Áætlað er að nokkur hundruð Frakkar séu í landinu en það var áður frönsk nýlenda og Frakkar hafa aðstoðað yfirvöld gegn vígahópum sem eru nokkuð umsvifamiklir á Sahel-svæðinu svokallaða. France24 hefur eftir utanríkisráðherra Frakklands að samkomulag sé til staðar um að flytja franska borgara á brott. Yfirvöld í Þýskalandi hafa ráðlagt Þjóðverjum að flýja einnig. Herforingjar nígerska hersins fangelsuðu í síðustu viku Mohamed Bazoum, forseta landsins, og tóku völd. Leiðtogar annarra Afríkuríkja, innan Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríkja, sögðu um helgina að herstjórnin í Níger hefði viku til að gefa Bazoum völd aftur, annars kæmu hernaðaraðgerðir til greina. Er þar helst um Nígeríu, Fílabeinsströndina og Benín að ræða. Sjá einnig: Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum Það eru herforingjar Búrkína Fasó og Malí ósáttir við og hóta þeir nú að koma herforingjum Níger til aðstoðar verði gripið til hernaðaraðgerða gegn þeim. Herforingjastjórnir ríkjanna fordæmdu einnig viðskiptaþvinganir sem önnur Vestur-Afríkuríki hafa beitt Níger. Sahel-svæðið er þurrt svæði suður af Sahara-eyðimörkinni og nær yfir þvera Afríku. Frakkar hafa verið með hersveitir í vesturhluta Sahel-svæðisins svokallaða frá 2013 en vígamönnum á vegum Al-Qaeda og Íslamska ríkisins hefur vaxið mikið ásmegin þar. Þúsundir hafa látið lífið í átökum á svæðinu og milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka. Sjá einnig: Felldu leiðtoga ISIS í Sahel Franskir hermenn hafa þurft að yfirgefa bæði Búrkína Fasó og Malí á undanförnum árum, eftir valdaránin þar, en hafa áfram haldið til í Níger. Í bæði Búrkína Fasó og Malí sögðust herforingjar hafa tekið völdin vegna þess að þeir gætu barist betur gegn vígahópum á svæðinu. Sjá einnig: Reka sendiherra Frakklands úr landi og líta til Rússlands Tæplega 25 milljónir manna búa í Níger en þar er mikil fátækt. Yfirvöld í Níger hafa lengi reitt sig á fjárhagsaðstoð frá Bandaríkjunum, Frakklandi og öðrum ríkjum en sú aðstoð er í hættu. Bandaríkjamenn segja að gangi valdaránið upp verði tekið til skoðunar að hætta aðstoðinni. Lýðræði sé skilyrði fyrir henni.
Níger Búrkína Fasó Malí Frakkland Tengdar fréttir Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23 Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Lýsir sig leiðtoga eftir valdarán Hershöfðinginn Abdourahmane Tchiani hefur lýst því yfir að hann fari nú með völdin í vesturafríkuríkinu Níger. Tchiani leiddi valdarán gegn ríkisstjórn landsins og tókst að steypa henni af stóli fyrir tveimur sólarhringum síðan, með liðsinni öryggisvarða forsetans sem eru undir hans stjórn. 28. júlí 2023 17:23
Herinn í Níger segist hafa tekið völdin Hópur hermanna í Níger tilkynnti í nótt að herinn væri búin að steypa ríkisstjórn landsins af stóli og hefði hrifsað til sín völdin í vestur-afríska landinu. Einnig greind hópurinn frá því að forseti Níger, Mohamed Bazoum, væri í haldi þeirra. 27. júlí 2023 07:07