Acox: Sótti innblástur í Drake í sínum fyrstu lögum Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2023 09:01 Acox sendi frá sér sína fyrstu smáskífu á dögunum Aðsend mynd Kristófer Acox hefur haft í nægu að snúast undanfarna mánuði á meðan körfuboltadeildin hér heima er í fríi. Á dögunum opinberaði hann óvænta hlið á sér er hann gaf út smáskífuna Bjartar nætur undir listamannsnafninu Acox. Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“ Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Smáskífan inniheldur tvö lög, Hún vill koma nær og Fyrir þig. Kristófer segir að listamaðurinn hafi kannski blundað innst innra með sér í einhvern tíma. „Þetta er eitthvað sem við byrjuðum að leika okkur með í fyrra og eftir síðasta tímabil hefur maður haft meiri frítíma til þess pæla aðeins í þessu. Þetta byrjaði sem smá djók en hefur nú endað í lögum sem við ákváðum að gefa út. Ég er bara mjög stoltur af því að hafa stigið svolítið út fyrir minn þægindaramma og leyft fólki að sjá aðra hlið á mér.“ Óvíst sé þó á þessari stundu hvort þetta sé eitthvað sem hann muni taka sér fyrir hendur. „En það er aldrei að vita, ég er allavega mjög ánægður með þetta.“ Hvaðan ertu að sækja innblásturinn í þessi lög sem prýða smáskífuna? „Frá því að ég var ungur strákur hef ég alltaf verið með tónlist í gangi í kringum mig, hlustað mikið á rapp sem og R&B tónlist. Þetta eru tvö mismunandi lög, Hún vill koma nær er kannski svona meira sumarhittari með dansfíling og skírskotun í popp en í Fyrir þig sæki ég innblástur í einn af mínum uppáhalds listamönnum, Drake. Ég er mikill Drake-maður og er í sama gír og Jón Bjarni, Ásgeir og strákarnir sem eru að vinna þetta með mér. Þetta er svona svipað sound, sem maður er kannski ekki alveg vanur að heyra, sér í lagi á íslensku. Þetta er eitthvað sem er skemmtilegt að geta nýtt mína djúpu rödd í. Ég hef alltaf vitað að ég gæti sungið, kannski ekki margir sem héldu að ég gæti það en hérna er ég að stíga fram.“
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira