Klæmint um tímann hjá Blikum: Upp og niður en á góðum stað núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2023 12:31 Klæmint Andrason Olsen hefur skorað níu mörk í öllum keppnum með Blikum á tímabilinu. @breidablik_fotbolti Færeyski framherjinn Klæmint Andrason Olsen hefur upplifað margt á sínu fyrsta tímabili með Breiðabliki, allt frá því að komast ekki í leikmannahópinn í það að tryggja liðinu sigur á lokasekúndunum. Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti) Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira
Klæmint er nú kominn með Blikaliðinu til Kaupmannahafnar þar sem í kvöld fer fram seinni leikurinn á móti FC Kaupmannahöfn í annarri umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Breiðablik tapaði fyrri leiknum 2-0 á heimavelli og því er á brattann að sækja á Parken í kvöld. Klæmint var tekinn í viðtal á Parken fyrir Instagram síðu Breiðabliks. Hann var þar fyrst spurður um það hvernig tíminn hjá Breiðabliki hafi verið. „Þetta hefur verið gott yfir það heila. Auðvitað hefur þetta verið upp og niður en ég er á góðum stað núna,“ sagði Klæmint Andrason Olsen. Hann hefur skorað 9 mörk í 21 leik í öllum keppnum í sumar þar af eitt mark í Evrópukeppninni. „Ég hef spilað áður á Parken með landsliðinu á móti Dönum árið 2021. Við töpuðum 3-1 en ég skoraði markið okkar,“ sagði Klæmint. En hverjir eru möguleikarnir hjá Breiðabliki að koma til baka og slá FCK út. „Ég hef góða tilfinningu fyrir þessum leik og ég held að við getum gert góða hluti í honum. Við höfum enn trú á því að við getum komist áfram,“ sagði Klæmint. Spyrillinn segir að Klæmint sé orðinn uppáhaldsleikmaður liðsins hjá mörgum Blikum og vildi fá að vita meira um hvernig tilfinningin væri að spila fyrir Breiðablik. „Það hefur verið góð tilfinning að spila fyrir Breiðablik þökk sé öllum í félaginu, leikmönnunum, starfsmönnunum og öllu góða fólkinu í kringum klúbbinn. Það er mjög gott fólk í félaginu og það er það mikilvægasta fyrir mig,“ sagði Klæmint. Það má sjá spjallið hér fyrir neðan. Seinni leikur FCK og Breiðabliks hefst klukkan 18.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport . Útsendingin hefst klukkan 17.50. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnudeild Breiðabliks (@breidablik_fotbolti)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Breiðablik Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Tveir áhorfendur létust á mismunandi tímum á sama leikvangi Sport „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Íslenski boltinn Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök Fótbolti Ísold verður bolabítur og heldur til á upphafsslóðum REM næstu árin Sport Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Fótbolti McIlroy glaður að vera laus við pólitíkina í golfi Sport Fleiri fréttir Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Bein útsending: Blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Sjá meira