„Myndi ekki óska mínum versta óvini þess“ Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 07:31 Orri Steinn Óskarsson með þrennuboltann, sem hann fékk til eignar, innan klæða á leið af vellinum í Kaupmannahöfn í gær. Getty/Lars Ronbog Orri Steinn Óskarsson stal senunni með því að skora þrennu í sigri á liði pabba síns, þjálfarans Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þegar FC Kaupmannahöfn vann Breiðablik 6-3 í gærkvöld. Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira
Vanalega væru pabbar eflaust að springa úr gleði og stolti þegar sonur þeirra skorar þrennu á Parken, í undankeppni sjálfrar Meistaradeildar Evrópu. Óskar var vissulega stoltur en hann var samt í þeirri stöðu að vilja koma liði Breiðabliks áfram í næstu umferð. „Ég myndi ekki óska mínum versta óvini þess, að eiga svona augnablik þar sem þú óskar þess í raun að barninu þínu gangi ekki vel. Þegar allt kemur til alls er ég að sjálfsögðu mjög stoltur af honum. Ég sá hvað hann var líflegur og með sjálfstraust, og við réðum ekki við hann,“ sagði Óskar við Viaplay eftir leikinn og kvaðst vissulega gleðjast fyrir hönd sonar síns. Hér að neðan má sjá mörkin úr leiknum. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Ég mun aldrei gleyma þessu. Það verður rætt um þetta við matarborðið um bæði jól og páska,“ sagði Orri sem verður aðeins 19 ára síðar í þessum mánuði. Hann viðurkenndi að það væri skrýtið að þurfa að slá út pabba sinn. Feðgarnir náðu að tala stuttlega saman eftir leik þar sem Orri bað pabba sinn afsökunar, eftir þrennuna.Getty/Lars Ronbog „Fyrir fyrri leikinn var ég með slæma tilfinningu varðandi að mæta pabba mínum. En þegar maður mætir á völlinn er þetta bara leikur eins og aðrir leikir, þar sem maður einbeitir sér að því sem þarf að gera,“ sagði Orri og kvaðst hlakka til að geta aftur átt venjulegt feðgasamband nú þegar einvíginu er lokið. View this post on Instagram A post shared by Orri Steinn Óskarsson (@orrioskarsson) FCK vann einvígið samtals 8-3 og er komið í 3. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar, þar sem liðið mætir Sparta Prag frá Tékklandi í næstu viku. Breiðablik færist hins vegar í þriðju umferð undankeppni Evrópudeildarinnar og mætir þar Zrinjski Mostar frá Bosníu, og er fyrri leikurinn í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Danski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fleiri fréttir Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Í beinni: Newcastle - Liverpool | Isak-málið á allra vörum Í beinni: KR - Stjarnan | Stimpla Stjörnumenn sig inn í toppbaráttuna? Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Sjá meira