Sjáðu þrennuna: Þjálfari Orra aldrei haft betri slúttara Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 10:31 Orri Steinn Óskarsson kátur með boltann sem hann fékk til eignar eftir þrennuna gegn Breiðabliki í gærkvöld. Getty/Lars Ronbog Þó að Jacob Neestrup, FH-ingurinn fyrrverandi sem nú þjálfar FC Kaupmannahöfn, hafi verið afar gagnrýninn á sitt lið eftir leikinn við Breiðablik í gærkvöld þá hrósaði hann Orra Steini Óskarssyni í hástert. Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK. Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Orri skoraði þrennu í leiknum, í 6-3 sigri FCK, og átti stóran þátt í að koma liðinu áfram í 3. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Það þurfti hann reyndar að gera með því að slá út pabba sinn, Óskar Hrafn Þorvaldsson. Neestrup segist sjálfsagt aldrei hafa þjálfað leikmann sem sé eins góður í að klára færi með fótunum, eins og Orri, sem kláraði færin sín listilega vel gegn Blikum í gærkvöld, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að neðan. Klippa: Þrenna Orra og öll hin mörkin á Parken „Þetta er skemmtilegt fyrir Orra. Hann átti góða innkomu á Íslandi [í fyrri leiknum við Breiðablik] og góða innkomu í Vejle [í deildarleik á milli leikjanna við Blika]. Svo skorar hann þrjú í dag,“ hefur Ekstra Bladet eftir Neestrup sem hleypti Orra að láni til Sönderjyske á síðustu leiktíð en virðist ætla að nýta krafta hans á þessari leiktíð. „Við höfum trú á honum. Þetta er kannski sá besti í að klára færi með fótunum, sem ég hef nokkru sinni þjálfað,“ sagði Neestrup sem tók við FCK í fyrra og gerði liðið að tvöföldum meistara í fyrstu tilraun. „Trén vaxa þó ekki upp til skýjanna bara af því að maður skorar þrennu gegn Breiðabliki. En þetta er leikmaður sem við höfum trú á og viljum hafa í liðinu til framtíðar,“ sagði Neestrup. Verstu mínútur í stjórnartíð Neestrup Þjálfarinn var hins vegar hundóánægður með spilamennsku FCK fyrsta hálftíma leiksins í gær, þegar liðið lenti 1-0 undir gegn Breiðabliki eftir frábært mark Jasons Daða Svanþórssonar, þó að hann væri ánægður með að komast í næstu umferð. „Við verðum að skoða fyrstu 20-25 mínúturnar af leiknum, sem eru þær verstu frá því að ég byrjaði að þjálfa FCK. Við tökum því alvarlega þó að okkur hafi tekist að bæta úr stöðunni fyrir hálfleik. Við megum ekki fara svona langt niður og við vorum bæði að gera tæknifeila og villur í skipulaginu. Áður en að Breiðablik komst yfir höfðum við þegar fengið tvær viðvaranir,“ sagði Neestrup við heimasíðu FCK.
Danski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira