Ótrúleg úrslit þegar þýska stálið bráðnaði en draumur Marokkó rættist Sindri Sverrisson skrifar 3. ágúst 2023 12:06 Alexandra Popp fórnar höndum. Mark hennar gegn Suður-Kóreu dugði Þjóðverjum ekki til að halda áfram keppni. Getty/Chris Hyde Tvöfaldir heimsmeistarar Þýskalands þurfa í fyrsta sinn í sögunni að sætta sig við að komast ekki í útsláttarkeppni HM kvenna í fótbolta, eftir lokaleikina í riðlakeppni mótsins í Eyjaálfu í dag. Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Úrslitin réðust í H-riðli í dag þar sem Kólumbía og Marokkó fóru á endanum bæði áfram, eftir 1-0 sigur Marokkó gegn Kólumbíu. Þýskaland, sem er í 2. sæti heimslista FIFA, gerði aðeins 1-1 jafntefli við Suður-Kóreu en hefði með sigri unnið riðilinn. Suður-Kórea hóf leikinn af miklum krafti og átti stangarskot áður en að So-Hyun Cho skoraði svo á 6. mínútu, eftir að rangstöðutaktík Þjóðverja brást. En þegar leið að lokum fyrri hálfleiks náði Þýskaland að jafna og að sjálfsögðu var það Alexandra Popp sem skoraði með skalla. Marokkó áfram í fyrsta sinn Hins vegar náði Marokkó einnig að skora rétt fyrir hálfleik, og komast í 1-0 gegn Kólumbíu. Staðan í hálfleik var því þannig að Kólumbía og Marokkó voru á leið upp úr riðlinum, bæði með 6 stig, en Þýskaland (4 stig) og Suður-Kórea (1 stig) ekki. Það var Anissa Lahmari sem skoraði mark Marokkó eftir að vítaspyrna Ghizlane Chebbak var varin. Leikmenn Morokkó ærðust af gleði eftir að hafa þurft að bíða úti á velli eftir því að leikur Þýskalands og Suður-Kóreu kláraðist.Getty/Paul Kane Sama staða hélst út seinni hálfleikinn. Popp náði reyndar að koma boltanum aftur í markið fyrir Þjóðverja snemma í seinni hálfleik en markið var dæmt af vegna rangstöðu, og hún átti sömuleiðis skalla í þverslá strax í kjölfarið. Niðurstaðan er hins vegar sú að Kólumbía og Marokkó fara í 16-liða úrslitin, þar sem Kólumbía mætir liði Jamaíku en Marokkó leikur gegn Frakklandi, og fara báðir leikirnir fram á þriðjudaginn. Marokkó er á sínu fyrsta heimsmeistaramóti en Kólumbía komst einnig í 16-liða úrslit árið 2015. Riðlakeppninni er nú lokið og hefjast 16-liða úrslitin á sunnudag.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira