Segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. ágúst 2023 19:06 Kári Stefánsson segir að hann hefði ekki breytt neinu í ákvarðanatöku stjórnvalda í heimsfaraldrinum, sem hafi brugðist hárrétt við miðað við þær forsendur sem lágu fyrir á sínum tíma. Vísir/Ívar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist alls ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. Hann segir stjórnvöld hafa brugðist hárrétt við í heimsfaraldri Covid-19 miðað við forsendur á sínum tíma. Andstæðingar bóluefna eigi rétt á því að hafa rangt fyrir sér. Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“ Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Tilefnið eru ummæli Kára í hlaðvarpsþætti Skoðanabræðra um bólusetningar ungs fólks í faraldrinum gegn veirunni. Þar sagði hann að miðað við núverandi upplýsingar myndi hann leggja til að Íslendingar undir fertugu eða fimmtugu yrðu ekki bólusettir fyrir veirunni. Kári ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segist ekki hafa skipt um skoðun á bólusetningum. „Alls ekki. Ég held að þegar komi að bólusetningum höfum við gert nákvæmlega það sem skynsamlegast var gefnar þær forsendur sem voru á þeim tíma. Miðað við það sem við vissum bæði um pestina og bóluefnin. Ef upp kæmi ný pest, jafn óþekkt og ófyrirsjáanleg og Covid-19 var á þessum tíma þá held ég að við myndum bregðast við á sama hátt og ættum að bregðast við á sama hátt.“ Hann segir að staðreyndin sé sú að þegar litið sé til baka núna og reynt að meta annars vegar áhættuna sem var tekin og hinsvegar þann akk sem hlaust af bólusetningunni þá sé Kári ekki viss um að mikið hefði glatast ef fólk undir fertugu, jafnvel fimmtugu, hefði ekki verið bólusett. Bóluefnin hafi bjargað milljónum Hvað er það helst sem gerir það að verkum að þú myndir ekki bólusetja yngra fólk í dag? „Alltaf þegar þú ert að gefa fólki lyf og alltaf þegar þú ert að bólusetja fólk þá verður að eiga sér stað ákveðið mat annars vegar á áhættunni sem er tekin og hinsvegar ávinningnum af því að gefa lyfið til hinna bólusettu. Þegar við vorum að bólusetja fólk á sínum tíma þá vissum við mjög lítið um þessi bóluefni sem voru notuð vegna þess að þau voru þróuð á mettíma. Ég held því fram að þróun þessara bóluefna og notkun þessara bóluefna hafi bjargað lífi margra milljóna manna og jafnvel tugi milljóna manna. Þannig að það er enginn vafi á því að þessi bóluefni gerðu mjög mikið gagn en til þess að bjarga lífi þessa stóra fjölda var tekin ákveðin áhætta vegna þess að pínulítill hundraðshluti af þeim sem eru bólusettir þeir fá aukaverkanir eins og bólgu í hjartavöðva og svo framvegis.“ Ljóst sé að bóluefnin hafi ekki komið eins mikið í veg fyrir sýkingu eins og þau koma í veg fyrir alvarleg einkenni ef menn sýkjast. Margt sé vitað í dag sem ekki hafi verið vitað þá. „En þið megið ekki gleyma því að þegar þessi pest skýtur upp kollinum í Kína, berst til okkar í byrjun mars mánaðar, þá lítur þetta býsna illa út. Þetta lítur voða mikið út eins og veirupest sem gæti útrýmt okkar dýrategund. Þannig að menn brugðust við þessu afð fullri hörku og eins miklum dugnaði og útsjónarsemi og tækifæri gáfust til.“ Andstæðingar bóluefna þurfi að hafa sína rödd Kári segir að skoðanir andstæðinga bólusetninga skipti sig máli. Hann segist ekki ætla að geta sér til um það að þeir hrósi nú happi vegna ummæla hans um bólusetningar meðal ungs fólks en segist ekki vera hissa ef að svo er. „En þeirra skoðanir í mínum huga skipta töluverðu máli. Mér finnst mjög mikilvægt að í þessu samfélagi eins og okkar, þá sé fólk sem hafi mismunandi skoðanir og tjái þær og hafi heimild til þess,“ segir Kári og bætir því við að honum hafi fundist það hafa tekist vel til í heimsfaraldrinum, andstæðingar bóluefna hafi haft pláss í fjölmiðlum til að viðra sínar skoðanir. „Ég held hinsvegar að þetta fólk hafi haft algjörlega rangt fyrir sér. Það er engin spurning um það að besta aðferðin við að koma í veg fyrir útbreiðslu smitsjúkdóma eru bólusetningar. Við höfum mýmörg dæmi þess að hættulegum smitsjúkdómum hafi verið útrýmt með bólusetningum. Eins og lömunarveiki, mislingum, kíghósta og svo framvegis.“ Bólusetningin gegn Sars-Cov-2 veirunni hafi verið afar áhrifamikil aðgerð. „Ég held að ein af ástæðunum fyrir því að þessi sýking er nú í láginni er að þessar bólusetningar gerðu sitt gagn.“
Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Reykjavík síðdegis Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira