Sjáðu Rey Cup þáttinn: „Það gerðist bara þegar hún mætti“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:01 Stjörnustelpur fögnuðu sigri í 4. flokki kvenna eftir spennandi úrslitaleik við Þór. Stöð 2 Sport Rey Cup fór fram í 22. sinn í rjómablíðu í Laugardalnum síðustu helgi júlímánaðar. Alls tóku 125 lið stráka og stelpna þátt í þessu alþjóðlega fótboltamóti. Andri Már Eggertsson var á svæðinu og tók púlsinn á keppendum og fleirum í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sumarmótin 2023 - Rey Cup Mikið líf og fjör var í Laugardalnum á meðan á mótinu stóð en þar kepptu krakkar í 3. og 4. flokki stelpna og stráka. Andri ræddi við keppendur og þar á meðal bandarískt lið sem óvænt reyndist vera með Íslending innan sinna raða, sem og leikmenn malavísku akademíunnar Ascent sem slógu í gegn á mótinu. Úrslitaleikir mótsins fóru fram á sjálfum Laugardalsvellinum þar sem reyndir dómarar sáu um dómgæsluna, og voru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í 4. flokki kvenna vann Stjarnan sigur á Þór í úrslitaleik, í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli. Stoke City vann Blackburn í úrslitaleik 4. flokks karla, 2-1, og strákarnir í Ascent unnu Þrótt 1-0 í úrslitaleik 3. flokks karla. Í 3. flokki kvenna stóð svo Breiðablik uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik við þýska stórveldið Bayern München, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Lilja Þórdís Guðjónsdóttir jafnaði metin í 1-1 í lok venjulegs leiktíma. „Ég bara hljóp og skoraði,“ sagði Lilja Þórdís glaðbeitt í viðtali eftir sigurinn, og kvaðst nú ekki hafa verið búin að ákveða að fara framhjá markverðinum til að skora eins og hún gerði svo listilega. „Nei, það gerðist bara þegar hún mætti,“ sagði Lilja Þórdís og uppskar mikinn hlátur hjá liðsfélögum sínum Í vítaspyrnukeppninni reyndist Eva Steinsen Jónsdóttir hetja Blika þegar hún varði lokaspyrnu Bayern. „Þetta var ótrúlegt. Ég valdi bara horn og varði,“ sagði Eva áður en Blikastelpur tóku svo við verðlaunagrip sínum eftir afar vel heppnað mót. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport og er Rey Cup sjötta mótið sem fjallað er um í þáttunum í sumar. Fyrri þætti má sjá hér að neðan. Sumarmótin Tengdar fréttir Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01 Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02 Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01 Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Andri Már Eggertsson var á svæðinu og tók púlsinn á keppendum og fleirum í nýjasta þætti Sumarmótanna sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Klippa: Sumarmótin 2023 - Rey Cup Mikið líf og fjör var í Laugardalnum á meðan á mótinu stóð en þar kepptu krakkar í 3. og 4. flokki stelpna og stráka. Andri ræddi við keppendur og þar á meðal bandarískt lið sem óvænt reyndist vera með Íslending innan sinna raða, sem og leikmenn malavísku akademíunnar Ascent sem slógu í gegn á mótinu. Úrslitaleikir mótsins fóru fram á sjálfum Laugardalsvellinum þar sem reyndir dómarar sáu um dómgæsluna, og voru leikirnir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Í 4. flokki kvenna vann Stjarnan sigur á Þór í úrslitaleik, í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli. Stoke City vann Blackburn í úrslitaleik 4. flokks karla, 2-1, og strákarnir í Ascent unnu Þrótt 1-0 í úrslitaleik 3. flokks karla. Í 3. flokki kvenna stóð svo Breiðablik uppi sem sigurvegari eftir æsispennandi úrslitaleik við þýska stórveldið Bayern München, þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni eftir að Lilja Þórdís Guðjónsdóttir jafnaði metin í 1-1 í lok venjulegs leiktíma. „Ég bara hljóp og skoraði,“ sagði Lilja Þórdís glaðbeitt í viðtali eftir sigurinn, og kvaðst nú ekki hafa verið búin að ákveða að fara framhjá markverðinum til að skora eins og hún gerði svo listilega. „Nei, það gerðist bara þegar hún mætti,“ sagði Lilja Þórdís og uppskar mikinn hlátur hjá liðsfélögum sínum Í vítaspyrnukeppninni reyndist Eva Steinsen Jónsdóttir hetja Blika þegar hún varði lokaspyrnu Bayern. „Þetta var ótrúlegt. Ég valdi bara horn og varði,“ sagði Eva áður en Blikastelpur tóku svo við verðlaunagrip sínum eftir afar vel heppnað mót. Sumarmótin eru sýnd á Stöð 2 Sport og er Rey Cup sjötta mótið sem fjallað er um í þáttunum í sumar. Fyrri þætti má sjá hér að neðan.
Sumarmótin Tengdar fréttir Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01 Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01 Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02 Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01 Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01 Mest lesið Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Fleiri fréttir Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi „Ekki fallegt en mjög sætt engu að síður“ „Að hitta var bara númer eitt, tvö og þrjú“ Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Elías á toppnum en Hákon tapaði í Sviss Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Táningur brenndi sögufræga stúku Breiðablik - Shamrock Rovers 3-1 | Sextíu milljónir og fyrsti sigur í höfn Frá Akureyri til Danmerkur Faðmaði þjálfarann sinn til að sýna og sanna samstöðu liðsins Sjá meira
Sjáðu N1-mótið á Akureyri: „Maður getur ekki alltaf unnið“ N1-mótið á Akureyri fór fram um síðustu helgi. Mótið hefur fyrir löngu skapað sér sess sem eitt stærsta sumarmótið á hverju ári og tóku um 2000 drengir þátt á mótinu í ár. Stefán Árni Pálsson mætti á mótið og fór yfir allt það helsta í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 14. júlí 2023 10:01
Sjáðu Orkumótið: „Ómetanlegar minningar fyrir þá“ Það er óhætt að lýsa Orkumótinu í Vestmannaeyjum sem ákveðnum hápunkti í fótboltalífi íslenskra stráka. Svava Kristín Gretarsdóttir var á mótinu í ár og gerði því ítarleg skil í nýjasta þætti Sumarmótanna á Stöð 2 Sport. 7. júlí 2023 09:01
Sjáðu Norðurálsmótið: Pönnsur í bíl og börnin í besta gír „Við eigum bara frábæra kennara og svo erum við búnir að æfa mikið í sumar,“ sögðu vaskir Eyjapeyjar eftir stórsigur í leik á Norðurálsmótinu á Akranesi, hressir og kátir líkt og aðrir af þeim tæplega 2.000 krökkum sem spiluðu á mótinu um síðustu helgi. 30. júní 2023 09:02
Sjáðu TM-mótið í Eyjum: Spenntir hvalir, eldhressar stelpur og fullt af plokkfiski Það var mikið fjör í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þar sem 1.100 stelpur sýndu fótboltasnilli sína á TM-mótinu í fótbolta. Nýr slagari úr smiðju Jóns Jónssonar, tileinkaður krakkamótunum í Eyjum, ómaði um svæðið og stelpurnar virtust njóta sín í botn á eyjunni fögru. 23. júní 2023 09:01
Sumarmótin: Hafa gaman og skora mörk er það skemmtilegasta við fótbolta Lindex-mótið á Selfossi fór fram um liðna helgi þar sem stelpur í 6. flokki léku listir sínar. Svava Kristín Grétarsdóttir var á svæðinu og gerði mótinu góð skil. 16. júní 2023 11:01