Stefndi á Herjólfsdal en telur í fjöldasöng á Flúðum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Bjössi í Greifunum stýrir brekkusöng á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld. Greifarnir „Það er einstök tilfinning þegar fólk syngur með í brekkunni. Það er dásamlegt og svo mikil ást í loftinu,“ segir tónlistarmaðurinn Sveinbjörn Grétarsson, þekktur sem Bjössi í Greifunum. Hann mun leiða brekkusönginn í Torfadal á Flúðum næstkomandi sunnudagskvöld. Óhætt er að segja að Bjössi sé atvinnumaður í faginu en hann hefur leitt brekkusönginn fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi síðastliðin þrettán ár við góðar undirtektir. „Fyrsta árið mættu um tuttugu manns sem hefur síðan haldist í kringum tvöþúsund síðastliðin ár,“ segir Bjössi. Skemmtistaðnum Spot var lokað í fyrrahaust. Bjössi stefndi á Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í ár en svo var búið að skipuleggja skemmtun á Flúðum. Hann ætlar að búa til stemmningu á Flúðum í anda Herjólfsdals. „Stemmningin á sunnudagskvöldinu í Dalnum er hápunktur helgarinnar,“ segir Bjössi sem ætlar að gera sitt besta að framlengja hana á Flúðir um helgina. Aðspurður segir hann lagavalið byggjast á sígildum slögurum sem gestir hátíðarinnar ættu að geta tekið undir. „Lög á borð við Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim og annað sem allir ættu að kunna,“ segir Bjössi sem vonast til að sjá sem flesta. „Það hefur aldrei rignt dropi í brekkunni þessi þrettán ár í Kópavogi. Ég trúi ekki öðru en góða veðrið elti okkur á Flúðir í þetta skiptið,“ segir Bjössi. Brekkusöngnum verður streymt á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone og 8 hjá Símanum) og hér á Vísi á sunnudaginn klukkan 21:30. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðunni Flúðir um Versló. Þá má nálgast söngtexta viðburðarins á www.greifarnir.is/brekkan fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í gleðinni. Brekkusöngur á Flúðum Hrunamannahreppur Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira
Óhætt er að segja að Bjössi sé atvinnumaður í faginu en hann hefur leitt brekkusönginn fyrir utan skemmtistaðinn Spot í Kópavogi síðastliðin þrettán ár við góðar undirtektir. „Fyrsta árið mættu um tuttugu manns sem hefur síðan haldist í kringum tvöþúsund síðastliðin ár,“ segir Bjössi. Skemmtistaðnum Spot var lokað í fyrrahaust. Bjössi stefndi á Herjólfsdal í Vestmannaeyjum í ár en svo var búið að skipuleggja skemmtun á Flúðum. Hann ætlar að búa til stemmningu á Flúðum í anda Herjólfsdals. „Stemmningin á sunnudagskvöldinu í Dalnum er hápunktur helgarinnar,“ segir Bjössi sem ætlar að gera sitt besta að framlengja hana á Flúðir um helgina. Aðspurður segir hann lagavalið byggjast á sígildum slögurum sem gestir hátíðarinnar ættu að geta tekið undir. „Lög á borð við Þórsmerkurljóð, Ég er kominn heim og annað sem allir ættu að kunna,“ segir Bjössi sem vonast til að sjá sem flesta. „Það hefur aldrei rignt dropi í brekkunni þessi þrettán ár í Kópavogi. Ég trúi ekki öðru en góða veðrið elti okkur á Flúðir í þetta skiptið,“ segir Bjössi. Brekkusöngnum verður streymt á Stöð 2 Vísi (rás 5 hjá Vodafone og 8 hjá Símanum) og hér á Vísi á sunnudaginn klukkan 21:30. Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðunni Flúðir um Versló. Þá má nálgast söngtexta viðburðarins á www.greifarnir.is/brekkan fyrir þá sem vilja taka virkan þátt í gleðinni.
Brekkusöngur á Flúðum Hrunamannahreppur Tónleikar á Íslandi Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Harry Potter stjarna orðin tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Sjá meira