Howe heillaðist af íslensku hverunum og sá leik eftir spjall við leigubílstjóra Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2023 11:31 Eddie Howe naut þess að prófa eitthvað nýtt með því að fara með fjölskyldu sinni til Íslands í sumar. Getty/Serena Taylor Eddie Howe þykir einn mest spennandi knattspyrnustjórinn í enska boltanum eftir að hafa stýrt nýríku liði Newcastle inn í Meistaradeild Evrópu á aðeins átján mánuðum í starfi. Hann ræddi um Íslandsför sína við Daily Mail. Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa. Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira
Eins og fram kom fyrr í sumar þá var Howe á ferð með fjölskyldu sinni á Íslandi í sumarfríi í júní, þar sem hann sá meðal annars íslenska landsliðið spila við Slóvakíu og heillaðist af Herði Björgvini Magnússyni. Howe var vissulega í fríi á Íslandi, og nýtti meðal annars ferðina til eldfjallaeyjunnar til að fræða son sinn um jarðfræði, en viðurkennir að fótboltinn sé aldrei langt undan. „Svo þarna var ég í leigubíl og leigubílstjórinn segir að Ísland sé að spila. Ég var bara: „Úúh, ættum við að fara?“ Synir mínir þrír svöruðu. „Við verðum að fara!“ Martin Dubravka spilaði fyrir Slóvakíu svo að ég gat alla vega séð hvernig staðan væri á honum,“ sagði Howe. Hann hafði einnig verið í Grikklandi, fyrir ferðina til Íslands, en alltaf með símann innan handar til að undirbúa næstu leiktíð sem best. Meðal annars með kaupunum á Sandro Tonali frá AC Milan. INTERVIEW: Fascinating to spend time with Eddie Howe in New Jersey as he opens up on summer with family & how fear motivates him... A holiday in Iceland turned into a scouting mission I fear letting down the people of Newcastle. That drives me https://t.co/3JrmIlHalR— Craig Hope (@CraigHope_DM) August 3, 2023 En Howe var ekki bara að hugsa um fótbolta á ferð sinni um Ísland, og Geysissvæðið heillaði hann. „Elsti sonur minn, Harry, átti fyrir höndum próf í skólanum – efnafræði, steinar – og það hefði ekki getað passað betur að vera á eldfjallaeyju. Við elskuðum goshverina, þeir voru hápunkturinn okkar,“ sagði Howe sem kvað fjölskylduna hafa varið heilum degi í útsýnisferð með rútu. „Þetta er svo fallegt og myndrænt,“ sagði Howe heillaður. Fríinu er hins vegar lokið hjá Howe og fram undan tveir vináttuleikir á St. James‘ Park um helgina, gegn Fiorentina og Villarreal. Liðið hefur svo keppni í ensku úrvalsdeildinni eftir rúma viku, með leik við Aston Villa.
Enski boltinn Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Fleiri fréttir Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Sjá meira