Réttur dagur til að láta svæfa hund vegna elli eða hægfara veikinda Hallgerður Hauksdóttir skrifar 4. ágúst 2023 15:01 Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Dýraheilbrigði Hundar Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Þegar hundar veikjast eða slasast illa þá leiðbeinir dýralæknir um hvenær óhjákvæmilegt er að svæfa. Málið vandast við hægvaxandi veikindi eða ellikvilla, þar er svigrúm fyrir hendi og ákvörðun hvílir meira á herðum eiganda. Þá er hægt að velja á milli tveggja rangra daga til að láta svæfa, rangra af ólíkum ástæðum en báðir rangir af því það er alltaf ömurlegt að missa elskaðan hund. Fólk sem er að reyna að ákveða rétta daginn þarf að átta sig á að réttur dagur er iðulega ekki í boði. Svæfing er framundan þegar meðhöndlun dugir hundi ekki sæmilega lengur. Fremur einföld viðmið gilda frá hundinum sjálfum séð, en hér er gefið að hann eigi góða eigendur, gott heimili og njóti þjónustu dýralæknis. Það er í sjálfu sér enginn glæpur að vera gamall eða lasinn hundur og lifa við það ef lífsgæðin eru ásættanleg. Ef hundurinn er að öðru leyti líkur sjálfum sér þá eru viðmiðin þrjú þessi: nærist eðlilega, skilar eðlilega og sýnir áhuga/vill vera með í því vanalega. Þegar eitt af þessu bregst eða þrengir að öllu þrennu þá stendur valið á milli tveggja rangra daga. Á þessum tíma er hætt við að fólk leiti logandi ljósi að rétta deginum til að láta svæfa og að fá jafnframt sem lengstan tíma með hundinum. Óhjákvæmilegt er að líkna hundunum okkar, við berum þessa ábygð. Leit að réttum degi fylgir gríðarmikið álag og betra er að miða við val um aðeins tvo ranga daga. Hér eru valkostirnir: annað hvort er staða hundsins þannig að það upplifist enn of snemmt að láta svæfa – eða það er dregið of lengi og því orðið aðeins of seint þegar að því kemur. Flest fólk sér það eftir á hvort það valdi seinni daginn. Það getur eftir á miðað nokkurn vegin út hversu löngu fyrr hefði verið rétt að panta hjá dýralækninum. En þá hefði það valið fyrri daginn og á þeim tíma án þess að geta miðað þetta út og því upplifast of snemmt. Hundsins vegna er betra að velja fyrri daginn, enda ekkert annað framundan en seinni og verri dagurinn fyrir hann. Þarna getur sú staða myndast að hundur tórir við engin lífsgæði af því eigandinn er að leita að rétta deginum, treystir sér ekki til að velja þann fyrri ranga og endar því á þeim síðari ranga. Það er mjög erfitt að veita hundi líkn á fyrri deginum því við veigrum okkur við hinu óumflýjanlega. Sú veigrun getur birst sem leit að „rétta“ deginum. Ég veit hvað þetta er ótrúlega erfið staða fyrir fólk sem elskar hundana sína sem fjölskyldumeðlimi. Greinin er skrifuð eftir veitta lexíu hundsins Lísu Lottu sem var með bilaðar hjartalokur og var svæfð seinni ranga daginn eftir langa leit að rétta deginum og veitta lexíu hundsins Jaka sem var með krabba í milta og var með átaki valinn fyrri rangi dagurinn. Bæði nutu frábærrar aðstoðar dýralækna og alls mögulegs atlætis heima við. Niðurstaðan er að fyrri rangi dagurinn er betri, erfiðari fyrir eigandann en betri fyrir bæði þegar upp er staðið og lexían er að það eru bara í boði dagurinn sem okkur fannst það aðeins of snemmt eða dagurinn sem við vitum að það var orðið aðeins of seint. Vonandi getur þessi hugleiðing orðið fleiri hundaeigendum að gagni í þessum erfiðu sporum. Við sem höfum einhvern tíma valið seinni ranga daginn skulum samt alls ekki álasa okkur, þetta blasir engan vegin við og mest áríðandi er að hundarnir okkar vissu hvað þau voru okkur innilega hjartfólgin og ómissandi. Höfundur er hundaeigandi, með einn öldung í heimili.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun