Íslenskir skátar beri sig vel þrátt fyrir hrakfarirnar í Suður-Kóreu Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 08:03 Mikið hefur gengið á hjá íslensku skátunum í Suður-Kóreu sem eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Sigrún María Bjarnadóttir Mikil rigning og hitabylgja hefur leikið 140 íslenska skáta grátt sem staddir eru í Suður-Kóreu til að taka þátt í Alheimsmóti skáta. Mannskapur frá suður-kóreska hernum og Rauða krossinum var sendur á staðinn þegar uppbygging vinnubúða á mótssvæðinu gekk illa vegna veðurs. Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta. Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira
Íslensku skátarnir hafa þurft að sækja sér heilbrigðisþjónustu vegna hita og skordýrabita en engin alvarleg óhöpp hafa komið upp, að sögn Bandalags íslenskra skáta. Matur og vatn hafi verið lengi að berast á svæðið fyrstu dagana og einnig skort upplýsingagjöf frá skipuleggjendum mótsins. Þátttakendur eru á aldrinum fjórtán til átján ára. Breska ríkisútvarpið greinir frá því að hundruð skáta hafi örmagnast í hitanum sem hefur náð 35 gráðum og leitað sér heilbrigðisaðstoðar. Yfirvöld hafa varað fólk við hitabylgjunni og voru um 400 tilfelli hitaörmögnunar tilkynnt fyrstu nótt mótsins á þriðjudag. Skátar frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Singapúr hafa ákveðið að yfirgefa mótið. Mikill fjöldi skáta er kominn saman á mótssvæðinu.Sigrún María Bjarnadóttir „Síðustu dagar hafa litast af hitabylgjunni sem gengur yfir. Breytingar hafa verið gerðar á dagskrá svo ungmennin séu ekki undir berum himni á heitasta tíma dagsins, aðgengi að vatni og kælitjöldum hefur verið stórbætt og heilbrigðisstarfsfólki fjölgað,“ segir Harpa Ósk Valgeirsdóttir skátahöfðingi í tilkynningu. Frestuðu för sinni út Alheimsmótið fer fram dagana 1. til 12. ágúst og eru um 50 þúsund skátar sagðir vera á mótssvæðinu víðs vegar að úr heiminum. Íslenskir skátar bera sig vel þrátt fyrir hitann. Sigrún María Bjarnadóttir „Fréttir hafa borist af bágum aðstæðum á svæðinu, en í upphafi vikunnar hófst mikil uppbygging á aðstöðunni sem seinkaði vegna rigninga og bleytu vikunni áður,“ segir Harpa. Fyrsti hluti íslenska hópsins hafi mætt á svæðið þegar uppbygging var að hefjast en þegar hún gekk hægt hafi verið sendur mikill mannafli frá Suður-Kóreska hernum og Rauða krossinum, auk hóps sjálfboðaliða. Í kjölfarið hafi restin af íslenska hópnum seinkað komu sinni á mótið um sólarhring á meðan nauðsynlegar úrbætur fóru fram. Meta stöðuna eftir Brexit Að sögn Bandalags íslenskra skáta hefur hópur fjögur þúsund breskra skáta ákveðið að færa sig um set til að minnka álag á mótssvæðinu. Dvöl íslenska hópsins á svæðinu sé metin daglega og ekki verið tekin ákvörðun um að færa hópinn á þessum tímapunkti. „Íslenski hópurinn ber sig vel, sú dagskrá sem hefur verið í boði verið vel sótt og ótal tækifæri boðist til þess að kynnast skátum frá öllum heimshornum enda eru alheimsmót skáta eitt mesta ævintýri sem skátar fá tækifæri til að taka þátt í. Þátttakendur eru á aldrinum 14-18 ára og hafa undirbúið sig fyrir þátttöku í mótinu síðastliðin tvö ár,“ segir í tilkynningu frá Bandalagi íslenskra skáta.
Suður-Kórea Íslendingar erlendis Skátar Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Sjá meira