Fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan dæmdur í þriggja ára fangelsi Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 09:02 Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, ræddi við fréttamenn á dögunum. Ap/K.M. Chaudary Imran Khan, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistan, hefur verið dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar á grundvelli ásakana um spillingu. Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember. Pakistan Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira
Dómstóll í höfuðborginni Islamabad úrskurðaði hann sekan um að hafa ekki gefið upp tekjur sem hann hafði af sölu ríkisgjafa. Khan hafnar ásökununum og hyggst áfrýja niðurstöðunni. Dómari fór fram á hann yrði umsvifalaust handtekinn og var hann fluttur af heimili sínu í gæsluvarðhald. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessu. Khan tók við sem forsætisráðherra árið 2018 en var vikið úr stólnum eftir að vantraustsyfirlýsing var samþykkt á pakistanska þinginu í apríl á síðasta ári. Var hún lögð fram í kjölfar átaka hans við áhrifamikinn her landsins. Þúsundir stuðningsmanna handteknir Þegar fangelsisúrskurðurinn var lesinn upp hóf hópur fólks, sem innihélt meðal annars saksóknara, að hrópa „Imran Khan er þjófur“ fyrir utan dómshúsið. Yfir hundrað dómsmál hafa verið höfðuð gegn Khan eftir að honum var vikið úr embætti. Hann segir ákærurnar vera af pólitískum toga. Khan var handtekinn í maí þegar hann mætti ekki fyrir dómara en var sleppt eftir að handtakan var úrskurðuð ólögmæt. Hann komst hjá því að vera handtekinn í marga mánuði og voru dæmi um að stuðningsfólk hafi háð bardaga við lögreglu til að forða honum frá gæsluvarðhaldi. Stjórnmálaflokkur Khan, Pakistan Tehreek-e-Insaf, hefur verið undir miklum þrýstingi frá ríkjandi stjórnvöldum. Margir hátt settir ráðamenn flokksins hafa hætt og þúsundir stuðningsmanna verið handteknir, sakaðir um að aðild að mótmælum sem brutust út í kjölfar þess að fyrrverandi forsætisráðherrann var handtekinn. Khan hefur talað fyrir því að boðað verði til snemmbúna kosninga en dómur hans kemur í veg fyrir að hann bjóði sig fram. Þing verður rofið þann 9. ágúst og samkvæmt stjórnarskrá ættu kosningar þá að fara fram í nóvember.
Pakistan Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Fleiri fréttir Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Sjá meira