Úkraínumenn halda áfram árásum sínum utan landamæranna Eiður Þór Árnason skrifar 5. ágúst 2023 15:08 Myndskeið sem birt var í dag sýnir dróna nálgast rússneska tankskipið á Svartahafi. Ap Árás sem gerð var með úkraínskum dróna á eitt stærsta olíutankskip Rússa er sú nýjasta í röð árása þar sem úkraínski herinn hefur notast við ómönnuð tæki til að hæfa rússnesk skotmörk bæði af sjó og úr lofti. Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Dróni sem er sagður hafa borið 450 kílógrömm af TNT-sprengiefni gerði árás á skipið Sig á Svartahafi skömmu fyrir miðnætti, að sögn heimildarmanns innan úkraínsku öryggisþjónustunnar. Sprengingin skildi eftir sig gat á vélarrúmi skipsins við vatnslínuna og kepptist ellefu manna áhöfn við að stöðva innflæði vatns, að sögn rússneskra yfirvalda. Að endingu hafi sjór hætt að flæða inn í skipið. CNN greinir frá þessu og hefur eftir sjóflutningastofnun Rússlands að engum hafi orðið meint af og tankskipið hafi ekki verið að flytja olíu þegar dróninn lenti á skipinu. Úkraínskir embættismenn staðhæfa að einhverjir hafi slasast í áhöfn og að tankskipið hafi borið olíu fyrir rússneska herinn. Atvikið átti sér stað einungis fáum klukkustundum eftir að úkraínskir drónar voru notaðir til að gera árás á mikilvæga flotastöð í strandborginni Novorossiysk við Svartahaf þar sem finna má eina stærstu vöruflutningahöfn Rússa. Dróninn hæfði þar rússneskt skip en einnig var notast við fjarstýrða sjálfsprengibáta. Árásir Úkraínumanna þar sem notast er við ómönnuð loftför hafa færst í aukanna á síðustu vikum. Hafa þær reglulega verið gerðar á rússnesku yfirráðasvæði og meðal annars í höfuðborginni Moskvu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Gerðu árás á flotastöð og skemmdu herskip Úkraínumenn réðust á rússneska flotastöð nærri Novorossiysk við á Svartahafi í nótt og virðast hafa valdið skemmdum á herskipi. Litlir fjarstýrðir sjálfsprengibátar voru notaðir til árásarinnar en Rússar segjast hafa grandað þeim öllum. 4. ágúst 2023 07:50