Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Lögreglan á Suðurnesjum segir goshlé á Reykjanesskaga ekki hafa mikil áhrif á störf viðbragðsaðila á svæðinu. Erfiðlega gangi að manna vaktir, bæði hjá lögreglu og björgunarsveitum þessa dagana. 

Í hádegisfréttum á Bylgjunni heyrum við í lögreglustjóranum á Suðurnesjum en Veðurstofa Íslands lýsti yfir goshléi á Reykjanesskaga síðdegis í gær.

Þá heyrum við í framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar sem segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Mikil uppbygging er fyrirhuguð á svæðinu og segir stjórnarmaður Landverndar mikilvægt að vernda svæðið.

Þá kíkjum við til Flateyrar þar sem mikil tónlistarveisla hefur verið um helgina og heyrum frá lögreglunni í Eyjum, þar sem fjöldi fíkniefnalagabrota hefur komið á borð lögreglu um helgina.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×