Ekki barist sérstaklega fyrir betra aðgengi að Landmannalaugum Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 6. ágúst 2023 16:24 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd. Vísir/Aðsend Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það ekki markmið ferðaþjónustunnar að ferja fólk í massavís upp í Landmannalaugar. Stjórnarmaður Landverndar segir mikilvægt að vernda svæðið. Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira
Mjög skiptar skoðanir eru á fyrirhugaðri uppbyggingu á aðstöðu í Landmannalaugum á miðhálendinu. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, og Hlökk Theódórsdóttir, stjórnarmaður í Landvernd, ræddu málið á Sprengisandi hjá Kristjáni Kristjánssyni í morgun. Jóhannes Þór segir minna bera í milli ferðaþjónustunnar og umhverfisverndarsinna en fólk gruni og halda mætti miðað við umræðuna. „Við höfum ekki verið að berjast neitt sérstaklega fyrir því að aðgengi verði gert betra. Við viljum ekkert fá malbikaðan veg þarna upp eftir svo það sé hægt að keyra hjarðir ferðamanna þarna alveg á hverjum degi,“ segir Jóhannes. Ferðaþjónustan verði að taka mið af því hvernig áfangastaðir eru og hversu marga ferðamenn þeir bera. Landmannalaugar séu einfaldlega ekki áfangastaður sem beri massatúrisma svokallaðan. Aðrir kostir ekki teknir almennilega til skoðunar Hlökk segir að uppbyggingin sem kynnt var á dögunum muni koma til með að laða fleiri ferðamenn að Landmannalaugum sem sé mjög viðkvæmt svæði og að hún hafi verulegar efasemdir um ágæti hennar. Þá segir hún undirbúningsferlinu hafa verið ábótavant. „Það sem er eiginlega sorglegast í stöðunni núna er að núna er nýlokið umhverfismati á þessari uppbyggingu þar sem átti að fara fram vandleg og vönduð greining og samanburður á ólíkum kostum: Að draga úr þjónustunni inn í Landmannalaugum, að byggja upp á núverandi svæði eða fara í þessa uppbyggingu, halda þjónustunni bara niður í byggð og fara með daggesti inn. Þetta var ekki gert,“ segir Hlökk Theódórsdóttir. Samtal þeirra Jóhannesar Þórs má heyra í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Umhverfismál Sprengisandur Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Innlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent Fleiri fréttir Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Sjá meira