Nikkufjör á Borg í Grímsnesi – Harmóníkuleikari á tíræðisaldri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. ágúst 2023 20:30 Fjölmargir harmónikuleikarar eru á Borg ásamt sínu fólki að taka þátt í hátíð helgarinnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Dansinn hefur dunað alla helgina á Borg í Grímsnesi þar sem harmoníkuleikarar og þeirra fólk af öllu landinu hafa verið saman undir dillandi nikkuspili. Harmoníkuleikari á tíræðisaldri gefur ekkert eftir á hátíðinni þegar hljóðfærið er annars vegar. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira
Félag harmonikuunnenda í Reykjavík er alltaf með harmonikukmót á Borg í Grímsnesi um verslunarmannahelgina og þar koma saman harmonikkuleikarar víða af landinu til að spila og skemmta sér með sínu fólki. Hátíðartónleikar voru til dæmis haldnir í gær með sænska harmoníkuleikaranum Anniku Andersson og svo var samspil á tjaldsvæðinu þar sem flott harmoníkulög voru tekin og fólk dansaði á grasflötinni. „Þetta er bara frábært og þetta er svo skemmtilegur félagsskapur og það eru allir velkomnir með. Við viljum bara fá sem flesta,” segir Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina og harmónikuleikari með meiru. Mikil og góð stemming er á svæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og kunna allir þessir karlar og konur á nikkur? „Já, já, við kunnum öll eitthvað en við kunnum mismikið en það er bara gaman en svo komum við bara saman og gerum það besta úr þessum hljóðfærum. Ég segi bara eins og einn góður sagði á Bylgjunni að harmonikkan er hljóðfæri hljóðfæranna,” segir Gyða skælbrosandi. Gyða Guðmundsdóttir, sem er í forsvari fyrir hátíðina á Borg og harmónikuleikari með meiru.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og Reynir Jónasson, sem er komin á tíræðisaldur er enn að spila á nikkuna sína og gefur ekkert eftir í þeim efnum en hann var líka organisti í 50 ár. „Ég byrjaði að glamra upp úr fermingu og eignaðist svo harmonikku þegar leið á annan áratuginn,” segir Reynir. En hvort er skemmtilegra, orgelið eða nikkan? „Það fer bara eftir því hvernig skapi maður er í. Ég vil ekki gera upp á milli því ég elska hvort tveggja,” segir Reynir. Reynir Jónasson, sem er einn flottasti og besti harmoníkuleikari landsins er á tíræðisaldri en gefur ekkert eftir í spilamennskunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Tónlist Eldri borgarar Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Draumurinn að passa sæta hunda í Stokkhólmi Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Sjá meira