Stjóri Tottenham pollrólegur yfir framtíð Kane Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 08:00 Harry og Ange. vísir/Getty Ange Postecoglou, nýr stjóri Tottenham, kveðst ekki eyða miklum tíma í að velta fyrir sér framtíð stjörnuframherjans síns, Harry Kane. Ange var spurður út í stöðuna hjá Harry Kane í kjölfar síðasta æfingaleiks liðsins sem fram fór í gær þegar Tottenham vann 5-1 sigur á Shakhtar en enski framherjinn hefur verið orðaður sterklega við Bayern Munchen undanfarna daga og vikur. „Við vitum að það er bara ein dagsetning sem skiptir máli og það er þegar glugginn lokar. Þangað til er ég í reglulegum samskiptum við Harry og við félagið. Ég er búinn að biðja þá að láta mig vita ef eitthvað breytist,“ sagði Ange, pollrólegur. „Ég þarf ekkert að vita um hverjir eru að koma eða að fara þangað til það er búið að gerast. Ég vil bara einbeita mér að því sem er fyrir framan mig. Ég er að setja saman lið hérna og get ekki verið að bíða eftir einhverjum ákvörðunum hér og þar.“ Kane bar fyrirliðaband Tottenham í leiknum og skoraði fjögur mörk. „Þið sáuð í dag að Harry er klárlega með okkur í því sem við erum að gera og við höldum áfram með það þangað til eitthvað breytist,“ sagði Ange. Ramping it up pic.twitter.com/0piFcDoiYu— Harry Kane (@HKane) August 6, 2023 Forráðamenn Bayern Munchen, Uli Höness og Herbert Hainer, hafa ítrekað talað um Kane opinberlega í allt sumar og virðist Ange ekki missa svefn yfir því. „Það er þeirra mál. Ef þeir vilja vinna hlutina svona er það ekki mitt að dæma. Það truflar mig ekki. Ég sit ekki hérna og velti því fyrir mér hvað önnur félög eru að gera. Staðreyndin er sú að hann er samningsbundinn okkar félagi,“ sagði Ange, ákveðinn og skaut létt á forráðamenn Bayern að endingu. „Ég myndi klárlega ekki tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum en ég er ekki hjá Bayern og þeir geta haft þetta eins og þeir vilja.“ Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira
Ange var spurður út í stöðuna hjá Harry Kane í kjölfar síðasta æfingaleiks liðsins sem fram fór í gær þegar Tottenham vann 5-1 sigur á Shakhtar en enski framherjinn hefur verið orðaður sterklega við Bayern Munchen undanfarna daga og vikur. „Við vitum að það er bara ein dagsetning sem skiptir máli og það er þegar glugginn lokar. Þangað til er ég í reglulegum samskiptum við Harry og við félagið. Ég er búinn að biðja þá að láta mig vita ef eitthvað breytist,“ sagði Ange, pollrólegur. „Ég þarf ekkert að vita um hverjir eru að koma eða að fara þangað til það er búið að gerast. Ég vil bara einbeita mér að því sem er fyrir framan mig. Ég er að setja saman lið hérna og get ekki verið að bíða eftir einhverjum ákvörðunum hér og þar.“ Kane bar fyrirliðaband Tottenham í leiknum og skoraði fjögur mörk. „Þið sáuð í dag að Harry er klárlega með okkur í því sem við erum að gera og við höldum áfram með það þangað til eitthvað breytist,“ sagði Ange. Ramping it up pic.twitter.com/0piFcDoiYu— Harry Kane (@HKane) August 6, 2023 Forráðamenn Bayern Munchen, Uli Höness og Herbert Hainer, hafa ítrekað talað um Kane opinberlega í allt sumar og virðist Ange ekki missa svefn yfir því. „Það er þeirra mál. Ef þeir vilja vinna hlutina svona er það ekki mitt að dæma. Það truflar mig ekki. Ég sit ekki hérna og velti því fyrir mér hvað önnur félög eru að gera. Staðreyndin er sú að hann er samningsbundinn okkar félagi,“ sagði Ange, ákveðinn og skaut létt á forráðamenn Bayern að endingu. „Ég myndi klárlega ekki tala um leikmenn sem eru samningsbundnir öðrum félögum en ég er ekki hjá Bayern og þeir geta haft þetta eins og þeir vilja.“
Enski boltinn Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Blóðgaði dómara Körfubolti Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Guardiola hótar að hætta „Manchester er heima“ Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Beckham varar Manchester United við Hinselwood hetja Brighton gegn meisturunum Cunha að ganga í raðir Man United Hættir á BBC strax á sunnudaginn: „Ég geri mér grein fyrir uppnáminu sem ég olli“ Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Draumaendir hjá Vardy í kveðjuleiknum Chelsea vann á Wembley og fullkomnaði þrennuna Stórkostleg stemning og sætur sigur í síðasta leiknum í Guttagarði Átti Henderson að fá rautt spjald? „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Villa ekki í vandræðum með Spurs og stefnir aftur í Meistaradeildina Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Sjá meira