Furða sig á lengri uppbótartíma á Englandi Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 11:01 Átta mínútum var bætt við leik Man City og Arsenal og skoraði Arsenal jöfnunarmark á 90+11. vísir/Getty Knattspyrnustjórum á Englandi var tíðrætt um nýjar reglur varðandi uppbótartíma þegar fyrsta stóra helgina í enska fótboltanum fór fram um helgina og sitt sýnist hverjum. Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023 Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira
Í sumar var tekin ákvörðun um breyttar áherslur er snýr að uppbótartíma líkt og notast var við á heimsmeistaramótinu, bæði á HM karla í Katar í desember og á HM kvenna sem er nú í gangi í Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Neðri deildirnar í enska boltanum fóru af stað um helgina auk þess sem Man City og Arsenal áttust við í Samfélagsskildinum en þar skoraði Arsenal jöfnunarmark eftir 101 mínútu. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að venjast. Mér fannst ekki það mikið gerast í leiknum að uppbótartíminn ætti að vera 8 mínútur. Þið verðið að spyrja fólkið sem ákvað þetta. Það var ekkert talað við okkur né leikmennina,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man City í leikslok. „Hugsaðu þér ef leikir fara 4-3 og það er bætt við 30-45 sekúndum fyrir hvert mark. Við yrðum enn að spila hérna klukkan níu í fyrramálið,“ sagði Pep. Margir leikir í neðri deildunum fóru yfir 100 mínútur og Tony Mowbray, stjóri Sunderland, var einn þeirra stjóra sem furðaði sig á uppbótartímanum en þrettán mínútum var bætt við leik Ipswich og Sunderland. „Hvað um uppbótartímann við uppbótartímann? Við spilum 45 mínútna hálfleik og við bætast 13 mínútur. Á þessum 13 mínútum voru þrjár skiptingar, höfuðmeiðsli og einn fékk krampa. Hvað á að bæta mörgum mínútum við fyrir það?“ "What is going on? What is happening in the world of refereeing? Surely we're not going to go through the whole season like this..."Sunderland boss Tony Mowbray questions whether there should have been further time added on top of the 13 minutes already added pic.twitter.com/uqXYrSfmEy— Sky Sports Football (@SkyFootball) August 6, 2023
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Sjá meira