Portúgalskur prestur þeytir skífum á næturklúbbum Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. ágúst 2023 12:25 Guilherme sýnir alvöru takta þegar hann þeytir skífum. Stöð 2 Portúgalskur prestur hefur leitað á ný mið til að boða ungu fólki trúnna. Hann þeytir skífum í næturklúbbum í frítíma sínum og spilaði fyrir 1,5 milljón manns í Lissabon á útihátíð á sunnudag. „Ég reyni að tala sama tungumál og unga fólkið og umgangast það. Það var aldrei ætla mín að spila til að fá þau inn í kirkjuna. Nei, það var aldrei ætlunin,“ sagði séra Guilherme Peixoto í viðtali við portúgalska fréttamiðla. „Tilgangurinn var alltaf að umgangast þau og færa þeim mína gleði, trú mína og andlegu upphafningu. Ég vildi færa þeim þetta í gegnum tónlistina,“ sagði hann einnig. „Ef ég finn ekki fyrir því sem ég geri get ég ekki tjáð það öðrum. Hafi ég áhyggjur af því hver sé að fylgjast með finn ég að ég er undir álagi og það er óþarfi. Mikilvægast er að njóta tónlistarinnar. Ég gerði tilraunir og skoðaði alla möguleika tónlistarinnar,“ sagði hann um tónlistina. Guilherme segist hafa haft mikinn áhuga á raftónlist í gegnum tíðina en fallið fyrir teknóinu. „Afróhústónlis, hústónlist, tekknótónlist og norræn-tekknótónlist og í gegnum þessar tilraunir á tónleikum mínum varð þessi hljómveggur til. Prestur góður, gleymdu þessu og spilaðu tekknó. Þau hvöttu mig til dáða. Spila tekknó? Klikkuð hugmynd,“ sagði Guilherme. Spilaði fyrir milljón manna Séra Guilherme er gríðarlega vinsæll plötusnúður og spilaði á alþjóðlegri hátíð kaþólskra ungmenna í Lissabon á sunnudag. Hátíðin endaði með risastórri messu utandyra þar sem um ein og hálf milljón manna hlustuðu á DJ-sett hans. Hann endaði sett sitt á að blanda ræðubútum sínum inn í tónlistina þar sem hann sagði kirkjuna vera stað fyrir allra og sagðist óska sér heimsfriðar. Lokaorðinu voru síðan „Í lífinu er ekkert ókeypis, það kostar allt. Það er bara eitt sem er ókeypis: ást Jesú.“ Hér fyrir neðan má hlusta á DJ-sett Guilherme í heild sinni: Portúgal Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
„Ég reyni að tala sama tungumál og unga fólkið og umgangast það. Það var aldrei ætla mín að spila til að fá þau inn í kirkjuna. Nei, það var aldrei ætlunin,“ sagði séra Guilherme Peixoto í viðtali við portúgalska fréttamiðla. „Tilgangurinn var alltaf að umgangast þau og færa þeim mína gleði, trú mína og andlegu upphafningu. Ég vildi færa þeim þetta í gegnum tónlistina,“ sagði hann einnig. „Ef ég finn ekki fyrir því sem ég geri get ég ekki tjáð það öðrum. Hafi ég áhyggjur af því hver sé að fylgjast með finn ég að ég er undir álagi og það er óþarfi. Mikilvægast er að njóta tónlistarinnar. Ég gerði tilraunir og skoðaði alla möguleika tónlistarinnar,“ sagði hann um tónlistina. Guilherme segist hafa haft mikinn áhuga á raftónlist í gegnum tíðina en fallið fyrir teknóinu. „Afróhústónlis, hústónlist, tekknótónlist og norræn-tekknótónlist og í gegnum þessar tilraunir á tónleikum mínum varð þessi hljómveggur til. Prestur góður, gleymdu þessu og spilaðu tekknó. Þau hvöttu mig til dáða. Spila tekknó? Klikkuð hugmynd,“ sagði Guilherme. Spilaði fyrir milljón manna Séra Guilherme er gríðarlega vinsæll plötusnúður og spilaði á alþjóðlegri hátíð kaþólskra ungmenna í Lissabon á sunnudag. Hátíðin endaði með risastórri messu utandyra þar sem um ein og hálf milljón manna hlustuðu á DJ-sett hans. Hann endaði sett sitt á að blanda ræðubútum sínum inn í tónlistina þar sem hann sagði kirkjuna vera stað fyrir allra og sagðist óska sér heimsfriðar. Lokaorðinu voru síðan „Í lífinu er ekkert ókeypis, það kostar allt. Það er bara eitt sem er ókeypis: ást Jesú.“ Hér fyrir neðan má hlusta á DJ-sett Guilherme í heild sinni:
Portúgal Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira