Leikmenn ósáttir við nýju regluna um uppbótartíma Arnar Geir Halldórsson skrifar 7. ágúst 2023 22:00 Raphael Varane. vísir/Getty Kevin De Bruyne og Raphael Varane, lykilmenn í Manchester liðunum í ensku úrvalsdeildinni eru meðal þeirra sem hafa gagnrýnt áherslubreytingu á uppbótartíma sem notast verður við á Englandi. Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023 Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Arsenal skoraði jöfnunarmark þegar ellefu mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í Samfélagsskildinum í gær og Pep Guardiola, stjóri Man City, furðaði sig á þessum breytingum í leikslok. Kevin De Bruyne er á sama máli og lét það í ljós í viðtali eftir leikinn. „Það voru meira að segja þrjár mínútur í uppbótartíma í fyrri hálfleik í dag. Hvernig verður þetta þegar við spilum gegn slakara liði sem er alltaf að tefja?“ sagði De Bruyne og hélt áfram. „Við spiluðum 12-13 mínútur aukalega í dag. Ef við spilum 15-20 aukamínútur gegn Sevilla á miðvikudag og eins gegn Newcastle á laugardag þá er eins og við höfum spilað tvöfalda framlengingu,“ sagði Belginn en flestar vikur tímabilsins leikur Man City þrjá leiki. Raphael Varane, reynsluboltinn í vörn Man Utd, nýtti samfélagsmiðla sína í dag til að koma á framfæri óánægju með þessa áherslubreytingu. „Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að vinna við það sem ég elska á hverjum degi en þessar breytingar eru að skaða leikinn okkar. Við viljum geta verið í hæsta gæðaflokki og sýnt okkar bestu frammistöðu fyrir áhorfendurna okkar í hverri viku,“ segir meðal annars í pistlinum sem sjá má í heild hér að neðan. We had a meeting last week with the FA. They recommended from the referees new decisions and rules. From the managers and players, we have shared our concerns for many years now that there are too many games, the schedule is overcrowded, and it s at a dangerous level for — Raphaël Varane (@raphaelvarane) August 7, 2023
Enski boltinn Tengdar fréttir Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01 Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02 Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Rauðu djöflarnir verja ekki bikarinn Welbeck skaut Brighton áfram Sjáðu Benóný stimpla sig inn hjá stuðningsmönnum Stockport Mateta líður vel þrátt fyrir tæklingu í andlitið Man City sterkari í síðari hálfleik og komið áfram Fyrrverandi markvörður Hattar lagði upp mark í toppslagnum Fólskulegt brot markvarðar Milwall þegar Palace fór áfram Hefur Amorim bætt Man United? Asensio skaut Villa áfram Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Sjá meira
Enska úrvalsdeildin kynnir lengri uppbótartíma í anda HM Enska úrvalsdeildin hefur gefið það út að á næsta tímabili verður lengri uppbótartími líkt og var á HM í Katar árið 2022 og á heimsmeistaramóti kvenna sem stendur yfir. 1. ágúst 2023 06:01
Nákvæmari uppbótartími á Englandi Knattspyrnusambandið á Englandi og samtök dómara þar í landi, PGMOL, hafa tilkynnt það að á komandi leiktíð verður tekið harðar á leiktöfum og reynt að hafa það þannig að boltinn verði sem mest í leik. Svipuð nálgun og hefur verið á undanförnum heimsmeistaramótum í knattspyrnu karla og kvenna þannig að þegar ekki er verið að spila fótbolta er þeim tíma bætt við uppbótartímann. 28. júlí 2023 23:02