„Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út“ Valur Páll Eiríksson skrifar 8. ágúst 2023 12:31 Matthías er vanari því að spila í hvítu í Kaplakrika og mætir sem leikmaður gestaliðs á völlinn í fyrsta sinn í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Matthías Vilhjálmsson heldur á fornar slóðir þegar hans menn í Víkingi heimsækja FH í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Matthías var fyrirliði FH en skipti til Víkinga í vor og mun spila sinn fyrsta leik sem leikmaður gestaliðs í Krikanum í kvöld. „Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin. Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
„Það verður pottþétt sérstakt að labba inn í Krikann og hitta allt fólkið. Ég veit ekki einu sinni hvernig útiklefinn lítur út. Það verður sérstakt. En þegar upphitunin byrjar og leikurinn held ég að þetta verði fljótt að gleymast og einbeiting fer á verkefnið að ná í þrjú stig. Við vitum að þetta verður erfiður leikur,“ segir Matthías í samtali við Vísi um endurkomuna í Hafnarfjörð. Hann gerir þá ráð fyrir að FH-ingar mæti vel stemmdir til leiks eftir sigur á Keflavík í síðasta leik en síðustu þrír deildarleikir þar á undan töpuðust hjá Hafnfirðingum. „Ég býst við að þeir verði vel gíraðir. Ég þekki Heimi vel og mér finnst hann hafa gert flotta hluti með FH-liðið þó að úrslitin hafi ekki fallið með þeim. En þeir fengu mikilvægan sigur í Keflavík og ég býst við mjög erfiðum leik. FH hafa skorað töluvert af mörkum og eru alltaf hættulegir, sérstaklega í Krikanum,“ segir Matthías. Matthías hefur fundið sig vel á nýjum stað.Vísir/Hulda Margrét Fullir sjálfstrausts og ekkert ryð eftir helgina Víkingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og eru með þriggja stiga forskot á Val á toppi deildarinnar og geta aukið það í sex stig með sigri í kvöld. Þeir unnu síðasta leik 6-0 gegn ÍBV og hafa ekki tapað leik síðan í lok maí, þeirra eina tap í deildinni. „Við mætum mjög gíraðir og vitum að það er hellingur eftir af mótinu. Við höfum verið rosalega fagmannlegir í öllum okkar leikjum og vonandi getum við haldið því áfram. Við erum með gríðarlega sterkan hóp, hvort sem litið er á þá sem byrja eða þeir sem koma inn á. Þeir eru allir að róa í sömu átt, sem er algjör lúxus fyrir okkur, og við þurfum að halda því áfram til að ná okkar markmiðum.“ Matthías segir þá að leikmenn Víkinga hafi tekið því rólega um verslunamannahelgina og ekkert ryð verði í mönnum. „Nei, mér sýndist það ekki á æfingu í gær. Það virkuðu allir vel gíraðir. Þegar maður er með leik svona stuttu eftir verslunarmannahelgi þá verða menn bara að fara í bústað eða til fjölskyldunnar og hafa það rólegt og spila eða slíkt. Það er ekkert svoleiðis hjá okkar liði,“ segir Matthías. Leikur FH og Víkings hefst klukkan 19:15 í kvöld og verður í beinni á Stöð 2 Sport frá klukkan sjö. Þá mætast einnig Fram og Fylkir á sama tíma en sá leikur er í beinni á Stöð 2 Besta deildin.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík FH Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn