Umfjöllun og viðtöl: Fram - Fylkir 1-1 | Pétur bjargaði stigi fyrir Fylki Dagur Lárusson skrifar 8. ágúst 2023 22:14 Pétur Bjarnason skoraði mark Fylkis í kvöld. Vísir/Anton Brink Fram og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Pétur Bjarnason reyndist hetja Fylkismanna er hann jafnaði metin fyrir liðið þegar um stundarfórðungur lifði leiks og kom um leið í veg fyrir að Fylkir færi niður í fallsæti. Fyrir leikinn var Fram í ellefta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Fylkir var í því tíunda með sextán stig og því um fallbaráttuslag að ræða. Það var Fram sem byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 4.mínútu leiksins en þá kom langur bolti upp völlinn þar sem boltinn barst til Arons Snæs hægra megin í teignum og hanna skallaði boltann inn á teig þar sem nafni hans Aron Jóhannsson kom á ferðinni og kom boltanum í netið. Bæði lið átti sín færi eftir þetta en þegar á heildina er litið var Fram sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum voru það Fylkismenn sem voru meira með boltann og Fram var mikið í því að beita skyndisóknum en það var þó ekki mikið af færum sem létu sjá sig til að byrja með. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Fylkisliðið að skapa hættulegri færi og eitt af þeim kom á 74.mínútu en þá fékk Pétur Bjarnason sendingu inn fyrir vörn Fram, mitt á milli hafsentanna, og kláraði framhjá Ólafi í markinu. Staðan orðin 1-1. Fylkir átti nokkur færi undir lok leiks en ekkert af þeim færum voru nægilega góð og því komu ekki fleiri mörk í leikinn og lokatölur því 1-1. Af hverju skildu liðin jöfn? Fram var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og mikill kraftur í þeirra leik og úr því kom markið snemma leiks. Það leit þó út fyrir það í seinni hálfleiknum að leikmenn voru orðnir þreyttir og viðurkenndi Ragnar það í viðtali eftir leik. Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, gerði einnig góða breytingar í hálfleik þar sem hann setti Pétur Bjarnason inn á og leikplanið breyttist algjörlega. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn sem voru líflegir í leiknum en sá sem breytti gangi leiksins var Pétur Bjarnason, frábær innkoma hjá honum. Hvað fór illa? Fram náði ekki að halda sama krafti út allan leikinn og Fylkismenn virkuði ryðgaðir í byrjun leiks. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er gegn KR á útivelli á sunnudaginn næstkomandi á meðan næsti leikur Fylkis er gegn Stjörnunni á mánudaginn á heimavelli. Rúnar Páll: Svakalegar lokamínútur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego „Þetta voru svakalegar lokamínútur og mér fannst við getað náð sigrinum,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Við vorum betri aðilinn í seinni hálfleiknum eftir heldur slakann fyrri hálfleik. Við vorum lengi í gang og vorum ólíkir sjálfum okkur en í seinni sköpuðum við mikið af færum og nógu mikið af þeim til þess að vinna þennan leik,“ hélt Rúnar Páll áfram. „En allt í allt þá var ég ánægður með það að koma til baka, skoruðum meira að segja tvö mörk, ég veit ekki hvort að hitt markið sem við skoruðum hafi verið rangstaða eða ekki, við kannski skoðum það betur í sjónvarpinu.“ Pétur Bjarnason kom inná í seinni hálfleiknum og má segja að hann hafi breytt gangi leiksins að einhverju leyti. „Já það fylgdu breytingar með honum, við vildum binda einn framherja á milli hafsentanna þeirra og koma með langa bolta inn á teig. Síðan breytum við líka um kerfi, við setjum Gilla vinstra megin og Elís hægra megin sem eru báðir duglegir að koma upp og vorum þá að fá fyrirgjafir og annað slíkt,“ endaði Rúnar Páll að segja eftir leik. Ragnar Sigurðsson: Tökum þetta stig Ragnar Sigurðsson stýrði Fram í kvöld.Vísir/EPA „Mér fannst við byrja leikinn frábærlega og við náðum að skora snemma en síðan voru þeir kannski betri í seinni hálfleiknum,“ byrjaði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, að segja í viðtali eftir leik. „Við hefðum átt að halda okkur við það að gera sömu hlutina og við gerðum í fyrri hálfleiknum en við náðum því ekki alveg. Hægt og rólega hættum við að gera þá hluti og þeir komust inn í leikinn og því fannst mér þeir töluvert betri en við í seinni,“ hélt Ragnar áfram. „Mér fannst þeir vera með svipað plan og við og þeir voru kannski að gera það aðeins betur en við, allaveganna í seinni hálfleiknum.“ Ragnar vildi meina að þreytan hafi sagt til sín í seinni hálfleiknum. „Mér sýndist menn vera orðnir svolítið þreyttir þarna um miðjan seinni hálfleikinn og við fórum svolítið í sama gamla formið sem er að gefa boltann frá okkur klaufalega sem gaf þeim færi á að sækja á okkur okkur hratt og úr þvi fengu þeir stórhættulegar sóknir.“ „En svona að leikslokum, ef maður horfir á leikinn í heildina þá verð ég að segja að þetta er sanngjörn niðurstaða og við tökum þetta stig,“ endaði Ragnar Sigurðsson að segja eftir leik. Besta deild karla Fram Fylkir
Fram og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust í Bestu-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Pétur Bjarnason reyndist hetja Fylkismanna er hann jafnaði metin fyrir liðið þegar um stundarfórðungur lifði leiks og kom um leið í veg fyrir að Fylkir færi niður í fallsæti. Fyrir leikinn var Fram í ellefta sæti deildarinnar með fjórtán stig á meðan Fylkir var í því tíunda með sextán stig og því um fallbaráttuslag að ræða. Það var Fram sem byrjaði leikinn mun betur og komst yfir strax á 4.mínútu leiksins en þá kom langur bolti upp völlinn þar sem boltinn barst til Arons Snæs hægra megin í teignum og hanna skallaði boltann inn á teig þar sem nafni hans Aron Jóhannsson kom á ferðinni og kom boltanum í netið. Bæði lið átti sín færi eftir þetta en þegar á heildina er litið var Fram sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og staðan 1-0 í hálfleiknum. Í seinni hálfleiknum voru það Fylkismenn sem voru meira með boltann og Fram var mikið í því að beita skyndisóknum en það var þó ekki mikið af færum sem létu sjá sig til að byrja með. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn fór Fylkisliðið að skapa hættulegri færi og eitt af þeim kom á 74.mínútu en þá fékk Pétur Bjarnason sendingu inn fyrir vörn Fram, mitt á milli hafsentanna, og kláraði framhjá Ólafi í markinu. Staðan orðin 1-1. Fylkir átti nokkur færi undir lok leiks en ekkert af þeim færum voru nægilega góð og því komu ekki fleiri mörk í leikinn og lokatölur því 1-1. Af hverju skildu liðin jöfn? Fram var betri aðilinn í fyrri hálfleiknum og mikill kraftur í þeirra leik og úr því kom markið snemma leiks. Það leit þó út fyrir það í seinni hálfleiknum að leikmenn voru orðnir þreyttir og viðurkenndi Ragnar það í viðtali eftir leik. Rúnar Páll, þjálfari Fylkis, gerði einnig góða breytingar í hálfleik þar sem hann setti Pétur Bjarnason inn á og leikplanið breyttist algjörlega. Hverjir stóðu upp úr? Það voru margir leikmenn sem voru líflegir í leiknum en sá sem breytti gangi leiksins var Pétur Bjarnason, frábær innkoma hjá honum. Hvað fór illa? Fram náði ekki að halda sama krafti út allan leikinn og Fylkismenn virkuði ryðgaðir í byrjun leiks. Hvað gerist næst? Næsti leikur Fram er gegn KR á útivelli á sunnudaginn næstkomandi á meðan næsti leikur Fylkis er gegn Stjörnunni á mánudaginn á heimavelli. Rúnar Páll: Svakalegar lokamínútur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis.Vísir/Diego „Þetta voru svakalegar lokamínútur og mér fannst við getað náð sigrinum,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Við vorum betri aðilinn í seinni hálfleiknum eftir heldur slakann fyrri hálfleik. Við vorum lengi í gang og vorum ólíkir sjálfum okkur en í seinni sköpuðum við mikið af færum og nógu mikið af þeim til þess að vinna þennan leik,“ hélt Rúnar Páll áfram. „En allt í allt þá var ég ánægður með það að koma til baka, skoruðum meira að segja tvö mörk, ég veit ekki hvort að hitt markið sem við skoruðum hafi verið rangstaða eða ekki, við kannski skoðum það betur í sjónvarpinu.“ Pétur Bjarnason kom inná í seinni hálfleiknum og má segja að hann hafi breytt gangi leiksins að einhverju leyti. „Já það fylgdu breytingar með honum, við vildum binda einn framherja á milli hafsentanna þeirra og koma með langa bolta inn á teig. Síðan breytum við líka um kerfi, við setjum Gilla vinstra megin og Elís hægra megin sem eru báðir duglegir að koma upp og vorum þá að fá fyrirgjafir og annað slíkt,“ endaði Rúnar Páll að segja eftir leik. Ragnar Sigurðsson: Tökum þetta stig Ragnar Sigurðsson stýrði Fram í kvöld.Vísir/EPA „Mér fannst við byrja leikinn frábærlega og við náðum að skora snemma en síðan voru þeir kannski betri í seinni hálfleiknum,“ byrjaði Ragnar Sigurðsson, þjálfari Fram, að segja í viðtali eftir leik. „Við hefðum átt að halda okkur við það að gera sömu hlutina og við gerðum í fyrri hálfleiknum en við náðum því ekki alveg. Hægt og rólega hættum við að gera þá hluti og þeir komust inn í leikinn og því fannst mér þeir töluvert betri en við í seinni,“ hélt Ragnar áfram. „Mér fannst þeir vera með svipað plan og við og þeir voru kannski að gera það aðeins betur en við, allaveganna í seinni hálfleiknum.“ Ragnar vildi meina að þreytan hafi sagt til sín í seinni hálfleiknum. „Mér sýndist menn vera orðnir svolítið þreyttir þarna um miðjan seinni hálfleikinn og við fórum svolítið í sama gamla formið sem er að gefa boltann frá okkur klaufalega sem gaf þeim færi á að sækja á okkur okkur hratt og úr þvi fengu þeir stórhættulegar sóknir.“ „En svona að leikslokum, ef maður horfir á leikinn í heildina þá verð ég að segja að þetta er sanngjörn niðurstaða og við tökum þetta stig,“ endaði Ragnar Sigurðsson að segja eftir leik.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti