Íbúar Hellu þreyttir á „sturluðu“ verðlagi Kjörbúðarinnar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. ágúst 2023 18:36 Verð á kattanammi frá Whiskas er nær níuhundruð prósent hærra í Kjörbúðinni á Hellu en í Fjarðarkaupum. Facebook/Elín Dögg Elín Dögg Arnarsdóttir, íbúi í nágrenni við Hellu, lýsir verðlagi í Kjörbúðinni á Hellu sem sturlun en 637 krónum munar á verði á kattanammi þar og í Fjarðarkaupum. Hún segir íbúa Hellu gagngert sneiða framhjá því að versla í búðinni meðan vonir eru bundnar við opnun annarrar ódýrari matvöruverslunar í bæjarfélaginu. „Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan: Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
„Verðlagið var frekar sanngjarnt fyrst þegar þau opnuðu en svo hafa þau hækkað það hægt og hljótt upp úr öllu valdi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Kjörbúðin opnaði í júní 2021. „Þeir lofuðu öllu fögru þegar Kjörbúðin opnaði, en varðandi vöruverð hafa þeir skitið upp á bak.“ „Fólk er farið að fara í Hvolsvöll eða á Selfoss til þess að versla. Það notar þessa búð í neyð ef það gleymist til dæmis að kaupa mjólk,“ segir Elín um íbúa Hellu, sem eru að hennar sögn orðnir þeyttir á verðlagi Kjörbúðarinnar. Mörg dæmi um hátt verð Elín segir sveitarstjórnina hafa beitt sér fyrir því að önnur búð yrði opnuð í bænum. Til að mynda eigi Hagar hf. lóð í bænum og því vonist íbúar til þess að einn daginn rísi þar Bónusverslun. Elín nefnir fleiri dæmi um gríðarlegan verðmun á vörum í Kjörbúðinni og öðrum búðum. Kaffi frá framleiðandanum Dolce Gusto kosti um fimmhundruð krónum meira en í verslun Nettó, og sé í þokkabót ódýrara í vegasjoppu sem staðsett er í nágrenni við Hellu. „Þegar vegasjoppan er orðin ódýrari, þá er nú mikið sagt,“ segir Elín. Þá segist hún hafa heyrt að mjólkurfernan sé um 130 krónum dýrari í Kjörbúðinni heldur en í Krónunni á Hvolsvelli. Uppfært: Verðið á umræddri vöru hefur nú hækkað í Fjarðarkaupum og framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hefur gefið frá sér skriflegt svar við fyrirspurnum fréttamanns. Sjá hér að neðan:
Matvöruverslun Neytendur Rangárþing ytra Verslun Mest lesið Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent