Leitast við að gera Kjörbúðina að „góðum kosti“ fyrir landsbyggðina Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. ágúst 2023 11:43 Gunnur Líf Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri verslunar- og mannauðssviðs hjá Samkaupum. Stjórnendur Samkaupa, sem rekur Kjörbúðina og þrjár aðrar verslanakeðjur á Íslandi, segja útsöluverð á kattamat ekki hafa hækkað þrátt fyrir verðhækkanir frá birgjum. Þá séu nauðsynjavörur á verði sem er samkeppnishæft við aðrar verslanir. Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur. Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Vísir greindi í gær frá máli sem snýr að óánægju íbúa á Hellu með hátt vöruverð Kjörbúðarinnar. Í samtali við Vísi sagði íbúi í nágrenni við Hellu að Hellubúar sneiði gagngert framhjá því að versla við Kjörbúðina vegna þess hve hátt vöruverðið er. Þá fékk Vísir staðfest í dag um að raunverulegt verð kattamatarins í Fjarðarkaupum væru 478 krónur, sem er 241 krónu minna en í Kjörbúðinni á Hellu, sem er 719 krónur. Fréttamaður hafði í gær samband við Jón Jónsson verslunarstjóra Kjörbúðarinnar, sem vísaði á Hauk Benediktsson, Rekstrarstjóra Kjörbúða og Krambúða. Haukur vísaði á Gunni Líf Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra verslunar- og mannauðssviðs. Verðmunurinn er 241 króna.Aðsend Í skriflegu svari hennar sem barst í dag segir að lykilvörur eins og heimilisbrauð og mjólk séu á sama verði í Kjörbúðinni og í lágvöruverslunum. Þá séu aðrar vörur, sem ekki teljast til lykilvara, dýrari. Í tengslum við kattanammið sem Vísir fjallaði um í gær segir að umtalsverðar verðhækkanir hafi borist frá birgjum, að meðaltali um 10 prósent, en útsöluverð Samkaupa hafi ekki hækkað í samræmi við það. Þá leitist fyrirtækið ávallt eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Svar Gunnar í heild sinni má sjá hér að neðan: Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best . Uppfært: Fréttastofu barst þær upplýsingar frá starfsmanni Fjarðarkaupa í morgun að raunverulegt verð á vörunni væru 263 krónur. Frá sama starfsmanni bárust upplýsingar í hádeginu um að verðið hafði í morgun hækkað um 205 krónur, upp í 478 krónur.
Við verðlagningu í Kjörbúðinni leitumst við að bjóða samkeppnishæf verð og vera hagstæður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni. Í Kjörbúðinni eru yfir 1000 vörur, sem eru svokallaðar lykilvörur , eins og á heimilisbrauð og mjólk, á sama verði og lágvöruverslanir. Til að vega upp á móti því er munurinn á vörum sem við flokkum ekki sem lykilvörur, eins og kattarnammi, því meiri.Sem dæmi er nýmjólkin í Kjörbúðinni er á sama verði og Nettó, 206 kr., sem er samkeppnishæft við aðra aðila á markaði. Þá býður Samkaup einnig upp á 2% inneign af öllum innkaupum í gegnum vildarkerfið, sem gefur viðskiptavinum tækifæri til að gera enn hagstæðari innkaup. Hvað varðar verðmun á þessu kattarnammi í Kjörbúð og Fjarðarkaup erum við að bjóða verð í samræmi við innkaupaverð frá okkar birgja . Frá 1.janúar 2023 hefur Samkaupum borist umtalsverðar verðhækkanir frá birgjum, að meðaltali um 10%, en við höfum séð til þess að útsöluverð okkar hafi ekki hækkað í samræm i . Það er ávallt leitast eftir því að Kjörbúðin sé góður kostur fyrir fólk á landsbyggðinni og mæta þörfum þeirra sem best .
Matvöruverslun Rangárþing ytra Verslun Neytendur Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira