„Búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna snýst þetta um liðið“ Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 10:30 Ásta Eir Árnadóttir og Nadía Atladóttir, fyrirliðar Breiðabliks og Víkings. Ásta var á hækjum á blaðamannafundi í gær og afar ólíklegt er að hún verði með í bikarúrslitaleiknum annað kvöld. vísir/Einar Ásta Eir Árnadóttir tók á móti bikarnum sem fyrirliði Breiðabliks þegar liðið varð síðast bikarmeistari, fyrir tveimur árum. Hún missti hins vegar af úrslitaleiknum í fyrra vegna meiðsla og varð svo aftur fyrir því óláni að meiðast fyrir úrslitaleikinn við Víking sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 annað kvöld og er miðasala í fullum gangi á tix.is. Útlit er fyrir að Ásta þurfi að gera sér að góðu að vera á meðal áhorfenda, eftir að hafa meiðst í fæti í leik gegn Þór/KA á mánudaginn, þó að hún sé að sjálfsögðu tilbúin í að mæta upp á svið eftir leik til að taka við verðlaunagripnum ef vel fyrir Blika: „Ég verð alltaf klár í það,“ sagði Ásta létt á blaðamannafundi í gær, og bar sig vel þrátt fyrir vonbrigðin yfir því að vera á hækjum og missa væntanlega af leiknum á morgun. „Ég er búin að vera í mikilli sjálfsvorkunn en núna er ég komin yfir það. Núna snýst þetta bara um liðið og við erum spenntar að spila hérna þriðja árið í röð. Það er mjög ólíklegt að ég verði með. Staðan hefur alveg verið betri. Ég meiddist í leiknum á mánudaginn og það er ekki mikið vitað um þetta núna,“ segir Ásta sem var á hækjum í gær. Klippa: Ásta Eir um bikarúrslitaleikinn Breiðablik er besta lið landsins eins og staðan er núna, miðað við að liðið sé á toppi Bestu deildarinnar, en Víkingsliðið spilar í Lengjudeildinni og er reyndar einnig á toppnum þar. Þess vegna búast væntanlega nær allir við sigri Blika á morgun en hvernig er að takast á við það? „Berum virðingu fyrir öllum sem við mætum“ „Við erum vissulega á öðrum stað í deildakeppninni en Víkingsliðið er búið að fara í gegnum tvö lið úr Bestu deildinni [Selfoss og FH] á leiðinni á Laugardalsvöll. Það er ekkert gefið í þessu og það er ákveðin orka og sérstakur andi yfir bikarleikjum. Þetta er bara allt eða ekkert, 50-50 leikir, en við gerum okkur grein fyrir því að við erum í Bestu deildinni og þær í Lengjudeildinni. Það skiptir samt engu máli þegar flautað er til leiks. Við berum virðingu fyrir öllum sem við mætum og þetta verður örugglega hörkuleikur,“ segir Ásta. Blikar eru eins og fyrr segir á toppi Bestu deildarinnar og því með góða möguleika á að vinna tvöfalt á þessu ári. „Það er mikil stemning í hópnum og búið að ganga vel undanfarið. Við höfum verið á ágætis róli, erum vel drillaðar, og ef við komum með hausinn rétt stilltan á morgun þá held ég að þetta verði góður leikur fyrir okkur,“ segir Ásta en Blikar bera virðingu fyrir andstæðingum sínum sem hafa átt stórkostlegt sumar: „Við höfum aðeins verið að kíkja á þær, horfðum á þær spila fyrr í vikunni, og þær eru mjög öflugar. Það er góð stemning í Víkingsliðinu og það hjálpar manni oft. Þær eru vel spilandi, mjög samstilltar, og þetta er gott lið. Fullt af hlutum sem við þurfum að varast. En við erum meira að fókusa á okkur og hvað við þurfum að gera.“ Bikarúrslitaleikurinn við Víking er á föstudaginn Markmiðið okkar er einfalt, við ætlum að sækja Mjólkurbikarinn í Kópavoginn og við ætlum að slá áhorfendametið á bikarúrslitaleik sem er 2.435 frá árinu 2015 Miðasala fer fram hér: https://t.co/KJ52mMD3mw#áhorfendamet pic.twitter.com/633DtAQtrs— Breiðablik FC (@BreidablikFC) August 9, 2023 „Viljum fá allt þetta fólk á völlinn“ Eins og fyrr segir er miðasala á leikinn í fullum gangi en svo virðist sem að umtalsvert fleiri Víkingar ætli sér að mæta á leikinn – fyrsta bikarúrslitaleik kvennaliðs Víkings. „Við erum búnar að vera að hvetja okkar fólk til að mæta í stúkuna og gera hana græna. Styðja við bakið á okkur. Það er búin að full stúka hjá strákunum í Evrópuleikjunum og við viljum fá allt þetta fólk á völlinn til að styðja klúbbinn. Við erum með ágætis reynslu af svona leikjum og vonandi nýtist hún [á morgun],“ segir Ásta. Leikur Breiðabliks og Víkings hefst klukkan 19 á Laugardalsvelli annað kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar kvenna Breiðablik Víkingur Reykjavík Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Fékk útrás fyrir keppnisskapinu við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Sjá meira