Íslandsmótið hafið og kvennamet sett Sindri Sverrisson skrifar 10. ágúst 2023 12:16 Perla Sól Sigurbrandsdóttir varð Íslandsmeistari í Vestmannaeyjum í fyrra og á því titil að verja. mynd/seth@golf.is Fyrstu kylfingar eru nú að ljúka fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi sem að þessu sinni fer fram á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi. Mótið stendur yfir fram á sunnudag. Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5. Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Flestir af fremstu kylfingum landsins eru skráðir til leiks og þar á meðal eru Íslandsmeistararnir frá því í Vestmannaeyjum í fyrra, þau Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR og Kristján Þór Einarsson úr GM. Alls eru 105 karlar og 48 konur á keppendalistanum og hafa konurnar aldrei verið fleiri frá því að fyrst var keppt um Íslandsmeistaratitil kvenna árið 1967. Fyrra metið var sett í Eyjum fyrir ári síðan þegar 44 konur tóku þátt. Konurnar hefja keppni nú í hádeginu en fyrstu ráshópar karlanna eru langt komnir, án þess þó að nokkur hafi tekið afgerandi forystu. Kristófer Karl Karlsson úr GM er efstur þegar þetta er skrifað á -2 höggum eftir aðeins fimm holur, en Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er á -1 eftir 16 holur og ríkjandi Íslandsmeistari Kristján Þór er sömuleiðis næstur eftir par og fugl á fyrstu tveimur holunum. Á meðal annarra kylfinga sem þykja líklegir til afreka er Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GKG, sem leikur sem atvinnukylfingur á sterkustu mótaröð Evrópu, og Aron Snær Júlíusson sem varð Íslandsmeistari fyrir tveimur árum. Hjá konunum er þrefaldi Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir, sem spilar á sterkustu atvinnumótaröð Evrópu, einnig með sem og Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari frá 2021, og Ragnhildur Kristinsdóttir sem spilara á næststerkustu atvinnumótaröð Evrópu. Aldursbil keppenda á mótinu er ansi breitt því yngstu kylfingarnir eru á fjórtánda aldursári á meðan að elsta konan er 58 ára og elsti karlinn 57 ára. Meðalaldur kvennanna er 22,4 ár og meðalforgjöf 2,4, en hjá körlunum er meðalaldurinn 26,2 ár og meðalforgjöf +0,5.
Íslandsmótið í golfi Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira