„Nú er búið að hreinsa þessi svæði með tilheyrandi aðgerðum, skipta um gólfefni þar sem rakinn leyndist og gera viðeigandi ráðstafanir á ytra byrgði hússins til að koma í veg fyrir endurtekna rakamyndun,“ segir Hermann Örn Kristjánsson, skólastjóri.
Hann segir að lögð hafi verið strax áhersla á að upplýsa foreldra um stöðuna jafnóðum og stjórnendur fengu fregnir af framvindu mála og niðurstöðum rakamælinga. „Við teljum okkur vera búin að koma í veg fyrir myglu og rakaskemmdir með þeim aðgerðum, sem unnur voru sumar. Iðnaðarmenn eru að leggja lokahönd á verkefnið svo við sjáum fram á að geta tekið öll svæði í notkun strax við skólasetningu 23. ágúst, bætir Hermann Örn við. Rúmlega 650 nemendur eru skráðir í skólann í vetur og heildarfjöldi starfsmanna verður um 140.
