Caicedo hafnar Liverpool og vill bara Chelsea Sindri Sverrisson skrifar 11. ágúst 2023 11:21 Hart er barist um hinn 21 árs gamla Ekvadora Moisés Caicedo, sem kom til Brighton fyrir tveimur árum. Getty/Craig Mercer Enn ríkir algjör óvissa um að Mosies Caicedo gangi í raðir Liverpool frá Brighton, fyrir metfé í enskri knattspyrnu, þar sem að leikmaðurinn er sagður hafa fengið bakþanka. Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira
Fabrizio Romano, sennilega helsti sérfræðingur heims um félagaskipti knattspyrnumanna, segir Caicedo búinn að tjá Liverpool það að hann vilji eingöngu semja við Chelsea. Hann hafi verið búinn að semja við Chelsea um sín kaup og kjör í lok maí. Nú reyni Chelsea að ná samningum við Brighton. EXCLUSIVE: Moisés Caicedo has just informed Liverpool that he only wants to join Chelsea! #CFCCaicedo has decided to keep his word and only accept Chelsea as personal terms were agreed since end of May.Chelsea, set to bid again in order to get deal done with Brighton. pic.twitter.com/HI3geVVq9Z— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2023 Sky Sports fjallar einnig um málið í dag og segir að Caicedo og hans fulltrúar haldi kyrru fyrir í London. Þó hafi ekkert komið fram um hvort að Chelsea hafi lagt fram nýtt og endurbætt tilboð í miðjumanninn, eftir að kapphlaupinu á milli Liverpool og Chelsea virtist lokið. Sky Sports News has been told Moises Caicedo is having second thoughts about a move to Liverpool. The Player and his representatives remain in London pic.twitter.com/vMvgb613il— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 11, 2023 Sky segir þó að Chelsea hafi ekki gefist upp en að mikið þurfi til að breytingar verði svona seint. Brighton hafi verið búið að setja ákveðin tímamörk og endað á að semja við Liverpool um 111 milljóna punda sölu. Brighton hafi ekki áhuga á frekari samningaviðræðum. Chelsea sé samt búið að bjóða Caicedo betri samning og vonist til að Caicedo láti eitthvað breytast með því að mótmæla því að fara til Liverpool og fullyrða að hann vilji eingöngu fara til Chelsea. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður á blaðamannafundi í dag út í kaupverðið á Caicedo út frá þeirri staðreynd að fyrir nokkrum árum sagðist hann aldrei myndu eyða 100 milljónum punda í einn leikmann. „Það hefur allt breyst. Er ég ánægður með það? Nei. Sá ég að ég hafði rangt fyrir mér? Já. Svona er þetta bara,“ sagði Klopp á blaðamannafundi vegna stórleiksins við Chelsea á sunnudaginn. „Sádi Arabía hjálpar ekki til við þetta. Á endanum snýst þetta um að við reynum að búa til eins gott lið og við getum,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Leik lokið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Fleiri fréttir Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Sjá meira