Miðarnir hafa gengið hraðar út „Víkingsmegin“ í stærri stúkunni á Laugardalsvelli en salan þó verið góð báðu megin og greina Víkingar frá því á Twitter að miðasölumetið sé fallið.
Að því gefnu að fólk nýti miðana sína verður því áhorfendametið frá 2015, þegar 2.435 manns sáu Stjörnukonur vinna Selfyssinga, slegið. Miðasala á leikinn er enn í gangi á Tix.is.
Stuðningsmenn beggja liða ætla að hita vel upp fyrir leikinn og munu Blikar hittast í félagsheimili Þróttar, alveg við Laugardalsvöll, á meðan að upphitun Víkinga er í Safamýri.
Kæru Víkingar. Upphitun fyrir úrslitaleik Mjólkurbikarsins byrjar kl. 16:00 í Safamýri.
— Víkingur (@vikingurfc) August 10, 2023
Dagskrá inniheldur m.a. :
- Andlitsmálning
- Hjaltested borgarar
- Víkings varningur á staðnum
- Baddi tekur lagið
Svo förum við öll saman í skrúðgöngu á leikinn! Áfram Víkingur
Miðasala pic.twitter.com/ffj1q5CUvs
Búið er að kveikja flóðljósin á Laugardalsvelli og veður fjallað um úrslitaleikinn í beinni textalýsingu á Vísi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19.