Líta aksturinn alvarlegum augum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. ágúst 2023 10:58 Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir fyrirtækið líta aksturinn alvarlegum augum. vísir Eimskip líta glæfralegan framúrakstur bílstjóra á þjóðveginum alvarlegum augum. Myndband af löngum vörubíl Eimskipa í framúrakstri hefur vakið athygli og hneykslan. Rætt verður við bílstjórann í dag. Greint var frá málinu í gær en aksturinn náðist á myndband á fimmtudagskvöld. Þar sést bílstjórinn taka fram úr bíl sem keyrir á um 90 kílómetra hraða á þjóðveginum við Skeiðarársand. Hann rétt nær aftur á sinn vegarhelming áður en hann mætir bílaröð sem kom úr gagnstæðri átt. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir að leitt hafi verið að sjá myndbandið af akstrinum í gærkvöldi. „Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að bílstjórar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Við lítum atvikið alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við þökkum þeim sem létu vita af þessu, það gefur okkur tækifæri til að ræða við bílstjórann sem við munum gera strax í dag,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Stutt er síðan sambærilegt atvik kom upp. Í júlí var bílstjóri Samskipa staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Edda segir að sem betur fer sé það fátítt að svona mál komi upp hjá félaginu. „En þegar þau koma upp þá tökum við bara almennilega á þeim. Annað slagið kemur þetta upp og það er alvarlegt þegar svo er. Auðvitað eiga bílstjórar bara að keyra í takt við öryggisreglur.“ Eimskip Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Greint var frá málinu í gær en aksturinn náðist á myndband á fimmtudagskvöld. Þar sést bílstjórinn taka fram úr bíl sem keyrir á um 90 kílómetra hraða á þjóðveginum við Skeiðarársand. Hann rétt nær aftur á sinn vegarhelming áður en hann mætir bílaröð sem kom úr gagnstæðri átt. Edda Rut Björnsdóttir markaðs- og samskiptastjóri Eimskips segir að leitt hafi verið að sjá myndbandið af akstrinum í gærkvöldi. „Fyrir okkur er gríðarlega mikilvægt að bílstjórar séu til fyrirmyndar í umferðinni og fylgi öryggisreglum. Við lítum atvikið alvarlegum augum enda er svona akstur ekki í samræmi við öryggisreglur félagsins. Við þökkum þeim sem létu vita af þessu, það gefur okkur tækifæri til að ræða við bílstjórann sem við munum gera strax í dag,“ segir Edda í samtali við fréttastofu. Stutt er síðan sambærilegt atvik kom upp. Í júlí var bílstjóri Samskipa staðinn að stórhættulegum framúrakstri á hringveginum og var í framhaldinu sagt upp störfum. Edda segir að sem betur fer sé það fátítt að svona mál komi upp hjá félaginu. „En þegar þau koma upp þá tökum við bara almennilega á þeim. Annað slagið kemur þetta upp og það er alvarlegt þegar svo er. Auðvitað eiga bílstjórar bara að keyra í takt við öryggisreglur.“
Eimskip Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Olli stórhættu með glæfralegri framúrkeyrslu Bílstjóri Eimskipa olli mikilli hættu á þjóðveginum við Skeiðarársand með glæfralegri framúrkeyrslu sem náðist á myndband. Stutt er síðan sambærilegt myndband náðist af flutningabíl Samskipa sem varð til þess að bílstjóranum var sagt upp störfum. 11. ágúst 2023 23:15