„Þó þetta sé gaman þá er er þetta erfitt“ Árni Gísli Magnússon skrifar 13. ágúst 2023 20:53 Daníel Hafsteinsson var svekktur með úrslitin. VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, var bæði svekktur og pirraður eftir 1-1 jafntefli á móti Breiðabliki. „Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“ Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
„Ég er pirraður bara. Við erum einum fleiri allan seinni hálfleikinn og leystum það bara ekki nógu vel. Mér fannst við betri í fyrri hálfleik þó við hefðum verið undir þangað til á 45. mínútu. Vorum bara að fara illa með skyndisóknirnar og áttum að halda meira í boltann en eins og ég segi bara svekktur og pirraður.“ Breiðablik spilar á fleiri óþreyttum mönnum en KA í dag. Hafði það einhver áhrif á það hvernig seinni hálfleikur spilaðist? „Já bæði það og þeir eru líka góðir í fótbolta. Við vorum að reyna pressa og þeir leystu það ágætlega en svo þegar við erum að fá boltann erum við að taka úrslitasendinguna bara strax. Við hefðum átt að halda meira í boltann og stjórna aðeins leiknum og það kom ekki fyrr en það voru bara 10 mínútur eftir af leiknum eða eitthvað og bara frekar lélegt hjá okkur öllum held ég.“ Daníel fékk dauðafæri til að vinna leikinn fyrir KA í lokin en Brynjar Atli varði frá honum. „Bara svekktur út í sjálfan mig sko, ég ætlaði að setja hann í gegnum klofið á honum eftir lélega snertingu en hann náði að verja þetta og ekkert meira við því að segja. Bara pirraður út í sjálfan mig.“ Kristinn Steindórsson klúðraði dauðafæri fyrir Blika aðeins andartaki seinna og má ætla að Daníeli hafi verið heldur létt þá. „Já ég trúði þessu ekki sko. Ég veit ekki hvað hefði gerst ef hann hefði sett hann inn, frekar leiðinlegt.“ Framundan er seinni leikur KA gegn Club Brugge í Sambandsdeildinni þar sem Belgarnir leiða með fjórum mörkum. Hvernig er að setja upp leik gegn svona stórliði fjórum mörkum undir og með þreytt lið í þokkabót? „Þú verður eiginlega að spurja þjálfarann að því“, sagði Daníel og glotti áður en hann hélt áfram: „Þetta er erfitt verkefni og við förum bara inn í þetta og fáum reynslu úr því að spila á móti svona góðum leikmönnum, það eru ekki margir í liðinu sem hafa gert það, þannig þetta verður bara skemmtilegt. Ég vona að maður nái bara að slaka aðeins á núna og síðan vonandi fer að hægast aðeins á þessu prógrami, þó þetta sé gaman þá er þetta erfitt. Daníel kveðst spenntur fyrir því að spila á Laugardalsvelli þar sem leikurinn er fram. „Það er bara spennandi, ég held ég hafi ekki spilað þar áður þannig að það er bara vonandi að ég sé góður og þá verður stemming.“
Besta deild karla KA Breiðablik Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira