„Sestu niður og þegiðu“ Aron Guðmundsson skrifar 14. ágúst 2023 08:01 Keane með heilræði, að hans mati, til Mohamed Salah Vísir/Getty Athæfi egypska sóknarmannsins Mohamed Salah, leikmanns enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, er hann var tekinn af velli í leik Chelsea og Liverpool í 1.umferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær hefur vakið athygli. Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli. Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Téður Salah var auðsjáanlega allt annað en sáttur er honum var skipt af velli í stöðunni 1-1 á 77.mínútu fyrir Harvey Elliot og athæfi hans fór í taugarnar á harðhausnum Roy Keane sem á að baki langan feril í ensku úrvalsdeildinni. „Það er í lagi að vera í uppnámi en ekki halda áfram á þessari braut yfir lengri tíma,“ sagði Keane á Sky Sports eftir jafntefli Chelsea og Liverpool á Stamford Bridge í gær. „Í kjölfarið á þessu situr hann á varamannabekknum, hristir hausinn og veifar höndunum út í loftið af pirringi. Sestu niður og þegiðu. Þú verður bara að taka þessu.“ The first time Mo get angry for getting subbed off. Personally I think that was a dreadful decision by jurgen Klopp, salah is a treat on goal any time. pic.twitter.com/3zk0V3I3s5— Salah Szn (@kpresz24) August 13, 2023 Sjálfur var Salah að eltast við met er sneri að flestum skoruðu mörkum hjá leikmanni í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar en Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, vildi nú ekki gera mikið úr viðbrögðum leikmannsins er hann var spurður út í þau í viðtali eftir leik. „Við erum hér til þess að vinna leiki og Mo er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur en við verðum hins vegar að taka ákvarðanir. Við þurftum að fá ferskar lappir inn á völlinn.“ Fjörugur leikur Leikur Chelsea og Liverpool í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar var ansi fjörugur þar sem boltinn rataði fjórum sinnum í netið en sitthvort markið var dæmt af liðunum vegna rangstöðu Luis Díaz kom Liverpool yfir í upphafi leiks eftir laglegan undirbúning frá Salah. Nokkrum mínútum seinna var Salah svo aftur á ferðinni og skoraði sjálfur en markið réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Chelsea menn létu þessa byrjun engan veginn slá sig útaf laginu og jöfnuðu á 37. mínútu þar sem Axel Disasi var réttur maður á réttum stað eftir að Liverpool tókst ekki að hreinsa hornspyrnu almennilega frá. Chelsea skoraði svo annað mark nánast strax í kjölfarið þar sem vörn Liverpool virtist vera steinsofandi en Chilwell var rækilega rangstæður. Seinni hálfleikurinn var markalaus en fjörugur og virðast liðin bæði koma vel undan sumri. Þetta var sjöunda viðureign þessara liða í röð sem endar með jafntefli.
Enski boltinn Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira