Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 13:48 Alma Ýr Ingólfsdóttir (t.h.), lögfræðingur, hefur boðið sig fram til formanns ÖBÍ en sitjandi formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir (t.v.), lætur af störfum í október. Vilhelm/Aðsent Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt. Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt.
Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Sjá meira
Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00