Þuríður hættir sem formaður og Alma Ýr býður sig fram Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2023 13:48 Alma Ýr Ingólfsdóttir (t.h.), lögfræðingur, hefur boðið sig fram til formanns ÖBÍ en sitjandi formaður, Þuríður Harpa Sigurðardóttir (t.v.), lætur af störfum í október. Vilhelm/Aðsent Alma Ýr Ingólfsdóttir, lögfræðingur Öryrkjabandalags Íslands, hefur boðið sig fram til formanns bandalagsins. Þuríður Harpa Sigurðardóttir, sitjandi formaður ÖBÍ, lætur af störfum í október eftir sex ára setu. Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt. Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Alma Ýr greindi frá framboði sínu í Facebook-færslu á föstudag. Hún sagðist þar vilja fylgja eftir góðum störfum Þuríðar Hörpu, sem hefur gegnt formennsku frá árinu 2017 og lætur af störfum á næsta aðalfundi samtakanna, 6. október næstkomandi. Samkvæmt lögum samtakanna mega „fulltrúar í öllum embættum“ samtakanna sitja að hámarki í þrjú kjörtímabil samfellt, eða sex ár, í sama embætti. Alma er ekki sú eina sem hefur boðið sig fram til formanns af því Rósa María Hjörvar, doktorsnemi í bókmenntafræði við Háskóla Íslands og stjórnarmeðlimur í stjórn Blindrafélagsins, tilkynnti framboð sitt 1. maí síðastliðinn. Mikil reynsla af störfum innan samtakanna Alma er með ML gráðu í lögfræði frá Bifröst og L.LM gráðu frá University of Galway. L.LM gráðan var sérhæfing í alþjóða- og samanburðarlögfræði með áherslu á réttindi fatlaðs fólks Í færslu Ölmu segir hún „Ég hef starfað á skrifstofu ÖBÍ núna í sjö ár og þekki vel stefnu, sýn og starfsemi skrifstofu ÖBÍ og aðildarfélaga þess. Hagsmunabarátta fatlaðs fólks og öryrkja er langhlaup og tel ég mikilvægt að breið þekking á málaflokknum þurfi að vera til staðar til þess að geta sinnt og knúið áfram réttindi þessa jaðarsetta hóps fólks.“ Þá segir einnig „Í dag er alltof stór hópur fólks sem er býr við húsnæðisvanda, býr við bág kjör, getur ekki sótt sér grundvallarþjónustu, eða lifað með mannlegri reisn. Íslenskt samfélag á að geta betur og mun ég gera hvað ég get til að breyta því. Margbreytileikinn er norm og öll geta eitthvað, með eða án stuðnings. Öll vilja með einum eða öðrum hætti vera virk samfélagsþegn.“ Þegar Alma Ýr var sautján ára veiktist hún alvarlega af heilahimnubólgu sem leiddi til blóðsýkingar. Það varð til þess að taka þurfti af henni báða fætur fyrir neðan hné og framan af níu fingrum. Hún hefur fjallað opinskátt um veikindin og líf sitt með gervifætur í fjölmiðlum. Uppfært: Í fyrri útgáfu fréttarinnar stóð að ekki hefði komið fram hvort einhver annar en Alma hefði boðið sig fram þegar hið rétt var að Rósa María Hjörvar hafði einnig tilkynnt framboð sitt.
Tímamót Vistaskipti Málefni fatlaðs fólks Félagasamtök Tengdar fréttir Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Erlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Fleiri fréttir Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Sjá meira
Þuríður Harpa nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands Þuríður Harpa ætlar að hafa samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að leiðarljósi í sínum störfum. 21. október 2017 12:00