Held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag Kári Mímisson skrifar 14. ágúst 2023 22:09 Jökull var eðlilega sáttur eftir sigur kvöldsins. Vísir/Diego Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með frammistöðu sinna manna þegar Stjarnan lagði Fylki afar sannfærandi í Bestu deild karla í knattspyrnu í Árbænum nú í kvöld. Lokatölur urðu 4-0 fyrir Stjörnuna. „Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira
„Ég er ánægður. Menn lögðu mikið í þetta, margt gott og einhverjir hlutir sem að við getum tekið með okkur, unnið í og gert betur. Við hefðum getað verið ákveðnari í pressunni í sérstaklega í fyrri hálfleik. Mér fannst við svo ekki vera með nógu mikil tök á leiknum í fyrri hluta seinni hálfleiks. Þó að þeir hafi ekki skapað sér nein færi þá var tilfinningin að við gætum verið með meiri stjórn á leiknum.“ Hinn 17 ára gamli Helgi Fróði Ingason byrjaði sinn fyrsta leik í Bestu deildina í dag og það tók hann rétt rúmlega hálftíma að stimpla sig inn í leikinn þegar hann átti glæsilega sendingu á Emil Atlason sem þakkaði fyrir sig og stangaði boltann í netið. Fáum við að sjá meira af Helga í næstu leikjum? „Þú færð að sjá meira af öllum þessum strákum. Hann er stórkostlegur leikmaður, frábær drengur og frábær karakter. Hann hefur unnið hart að þessu og á þetta skilið og þó fyrr hefði verið. Ég held að það hafi enginn í hópnum okkar verið hissa á hans frammistöðu í dag.“ Skiptingarnar hjá Stjörnunni gengu mjög vel upp í dag og það var ekki að sjá að liðið missti dampinn þegar varamennirnir mættu inn á. Jökull segir að breiddin sé mikil og margir sterkir leikmenn sem séu fyrir utan hópinn líka. „Ekki bara á bekknum heldur líka fyrir utan hóp. Það er bara verkefni fyrir hópinn, ekki bara mig heldur hópinn. Það er auðvitað mjög gott að við erum með þetta marga sem eru að leggja að leggja mjög mikið á sig alla daga. Þegar allir að leggja svona mikið á sig þá verður niðurstaðan þessi.“ Það var tilkynnt í dag að Stjarnan hafi samið við Kristian Riis, danskan varnarmann. Jökull segir að Kristian styrki liðið en hann þurfi að vinna fyrir sínum mínútum eins og aðrir. „Þetta er mjög sterkur karakter og öflugur leikmaður. Hann er svo sem lítið búinn að æfa með okkur. Þetta er mjög öflugur leikmaður sem styrkir okkur. Við viljum alltaf gera betur og þó við séum núna mjög afgerandi varnarlega sem lið þá auðvitað leitum við allra leiða til að gera betur og sjáum hvernig hann kemur inn í þetta. Hann eins og allir aðrir þarf að leggja mjög hart að sér til að vinna sér inn sæti hérna. Hann fær ekkert gefins þó að hann komi frá útlöndum. Nú þarf hann bara að leggja hart að sér og vinna sér inn mínútur.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Stjarnan Fylkir Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Furðar sig á fjarveru Lárusar Orra: „Finnst þetta skrítið“ John Andrews og Björn reknir Óskar láti gagnrýnisraddir úr Vesturbæ sem vind um eyru þjóta Fóru yfir lætin í Kópavogi: „Höskuldur tryllist strax frá byrjun“ Sjáðu mörkin úr Bestu: Valur rústaði KR og tvö rauð fóru á loft í Kópavogi Sjá meira