Handbolti

Óli Stef ó­vænt farinn frá Erlangen

Aron Guðmundsson skrifar
Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen.
Ólafur Stefánsson á hliðarlínunni hjá HC Erlangen. Erlangen

Ólafur Stefáns­son hefur samið um starfs­lok við þýska fé­lagið Erlangen sem spilar í þýsku úr­vals­deildinni í hand­bolta. Frá þessu greinir Ólafur í sam­tali við Vísi.

Ólafur hafði gegnt stöðu að­stoðar­þjálfara hjá Erlangen í tæpt eitt og hálft ár en breytingar urðu á hans högum ný­verið.

„Ég var að­stoðar­þjálfari þarna í 15 mánuði og starfaði þar með aðal­þjálfara sem var einnig í­þrótta­stjóri hjá fé­laginu. Sá maður á­kveður, með frekar stuttum fyrir­vara, að hætta sem þjálfari og ein­beita sér að í­þrótta­stjóra­stöðunni og í staðinn fyrir að taka mig inn sem aðal­þjálfara, á­kveður fé­lagið að ráða inn annan þjálfara í aðal­þjálfara­stöðuna.“

Hart­mut Mayer­hof­fer, fyrrum þjálfari Göppin­gen, var ráðinn í starfið.

„Ég er bara á milli vita núna. Búinn að gera starfs­loka­samning við Erlangen og er bara að finna mér nýtt fé­lag.“

Ólafur verður í ítar­legra við­tali í Sport­pakkanum á Stöð 2 í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×