Skoða möguleg tengsl hatursglæpa á Hinsegin dögum Lovísa Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2023 13:00 Ævar Pálmi Pálmasson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir mikilvægt að öll möguleg tilvik hatursglæpa séu tilkynnt lögreglu. Vísir/Arnar Lögreglan rannsakar mögulegt tengsl ellefu tilvika hatursgæpa á Hinsegin dögum en regnbogafánar voru víða skornir niður. Á laugardag voru þrír menn handteknir í nasistaklæðnaði. Í fórum þeirra fundust niðurskornir fánar. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum Hinsegin Lögreglan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú möguleg tengsl ellefu tilvika hatursglæpa í aðdraganda og á Hinsegin dögum. Þrír menn voru handteknir á laugardag sem klæddir voru nasistaklæðnaði en sleppt að lokinni leit og skýrslutöku. Í fórum mannanna fundust niðurskornir fánar og límmiðar með hatursfullum skilaboðum. Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn, segir lögreglu sjá aukningu slíkra mála en telur að baki þeim sé fámennur en hávær hópur. Hann ítrekar þó mikilvægi þess að öll slík mál séu tilkynnt til lögreglunnar. Hann segir að tilvikin ellefu og handtaka mannanna séu rannsökuð með tengsl í huga. Tilvikin sem um ræðir eru ólík en til dæmis um ræðir hinsegin fána sem voru skornir niður við bensínstöðvar, regnbogafána sem hafði verið krotað á svartur kross, límmiða sem voru hengdir upp víða með hatursfullum skilaboðum og veggjakrot. Ævar Pálmi segir að fyrstu tilkynningar hafi borist í aðdraganda Hinsegin daga og á meðan þeim stóð en alls er um að ræða ellefu tilvik þar sem hinsegin fánar voru skornir niður, límmiðar með hatursfullum skilaboðum hengdir upp og krotað á veggi. Atvikin átti sér stað víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. „Á laugardag, rétt fyrir hádegi barst svo tilkynning um þrjá menn í bíl sem voru allir klæddir í nasistabúninga og með tákn sem má tengja við hatursfulla umræðu og hægri öfgahyggju og lögreglan hafði upp á þessum mönnum sem leiddi til þess að þeir voru handteknir og framkvæmd leit í bíl og húsnæði,“ segir Ævar Pálmi og að mönnunum hafi verið sleppt að leit og skýrslutöku lokinni og séu tengsl tilvikinna og mannanna til skoðunar. Hann segir ljóst að mennirnir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum áleiðis. „Að láta sjá sig í þessum fatnaði og á þessum degi. Ég held það blasi við að þeir hafi ætlað að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri gegn þessum hóp,“ segir Ævar Pálmi en lögreglan var með verulegan viðbúnað á Hinsegin dögum, sem voru þeir fjölmennustu í langan tíma, og í Hinsegin dögum öllum og segir Ævar Pálmi að sá viðbúnaður hafi líka verið með þessi tilvik í huga. Ævar segir mikilvægt að fólk tilkynni lögreglu um öll tilvik sem geti tengt hatursglæpi og sýni þeim stuðning sem verði fyrir slíkum glæpum. „Ég hvet fólk til að láta vita af haturstjáningu, í sama hvaða formi hún er, með eignaspjöllum, veggjakroti eða límmiðum sem er hengt upp, eða tjáning eins og þar sem regnbogafánarnir eru skornir niður. En ég held að samfélagið, eins og formaður Samtakanna ´78 hefur látið í ljós, finni fyrir auknum stuðningi og við verðum að láta hann frekar í ljós og sýna að svona hegðun, við líðum hana ekki sem samfélag,“ segir Ævar Pálmi. Hinseginvænt samfélag og lögreglan „Þú þarft endurhæfingu eftir svona upplifun“ Sjáðu myndbandið: Gleðiganga í blíðskaparveðri Gleði í miðbænum og skrautlegasta hinsegin-partíi bæjarins Vöknuðu upp við vondan draum vegna „aumingja“ á Egilsstöðum
Hinsegin Lögreglan Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira